IgNóbel! Shkehntilegt! Ússlidd!

Þá er búið að veita IgNóbelinn í ár. Verðlaunin eru sem hér segir:

  • Læknisfræði: Fyrir rannsóknir á aukaverkunum sverðagleypinga.
  • Eðlisfræði: Fyrir rannsóknir á því hvers vegna og hvernig lök krumpast (þessir hafa væntanlega þurft að sofa á því).
  • Líffræði: Fyrir detaljeraða alhliða úttekt á dýralífi og gróðurfari rúmdýna (næsta skref verður að kryfja til mergjar áhrifin af því hversu krumpuð lökin eru).
  • Efnafræði: Fyrir aðferð sem vinnur vanillubragð úr kúamykju (þess má geta að búið er að setja á markað nýja ístegund til heiðurs þessari þörfu uppfinningu).
  • Málfræði: Fyrir að sýna fram á að rottur geta ekki greint á milli japönsku sem töluð er afturábak og hollensku sem töluð er afturábak.
  • Bókmenntir: Fyrir rannsóknir á þeim fjölmörgu vandræðum sem ákveðni greinirinn „The“ veldur þeim sem ætla sér að raða titlum í stafrófsröð.
  • Friðarverðlaunin: Veitt bandaríska flughernum fyrir rannsóknir og þróun á hinni svokölluðu „hommasprengju,“ sem átti að láta óvinahermennina fá áhuga á að búa til ást, frekar en stríð.
  • Næringarfræði: Fyrir rannsóknir á því hversu lengi fólk étur uppúr botnlausri súpuskál.
  • Hagfræði: Fyrir þjófanet. Nei, ekki eins og þessi litháísku sem allir eru að fríkha úth yfir, heldur meira eins og Markúsarnetið, nema fyrir bankaræningja. Svona eins og í teiknimyndunum.
  • Ferðamálafræði: Fyrir þá uppgötvun að stinningarlyfið Viagra dregur úr flugþreytu hamstra.

Þeir sem vilja fræðast nánar geta litið við hjá Annálum Ólíkindalegra Rannsókna (það gæti gengið dálítið hægt akkúrat þennan morguninn). Þaðan er hægt að nálgast frumrannsóknirnar, sem oft eru hreinn skemmtilestur (fyrir þá sem þann veginn eru innréttaðir).