– Heyrðu… – Já? – Ég fór og talaði við Heródes, og hann sagði mér að bera þetta aftur undir Pontíus Pílatus. – Ég þvæ hendur mínar.
Monthly Archives: febrúar 2008
Húsbóndinn á heimilinu
Nú er ég sáttur við mig. Tók eftir að þvottavélin var eitthvað biluð í dag. Svo ég greindi hvað var að henni, skrúfaði hana opna, staðfesti greininguna og gerði við. Eins og að drekka vatn. Og talandi um vatn: ég uppgötvaði í leiðinni hvar hitastýringartakkinn er. Eftir öll þessi ár. Flottur á því.
Fegurð
Umvörpum (sic)
Hér er eitt sem mér þætti gaman að sjá einhverja hrekja: Orðmyndin umvörpum er algengasta villa sem til er í rituðum texta á internetinu. Örsnöggt gúgl leiddi í ljós að það kemur fyrir u.þ.b. 809 sinnum („Exact phrase, Icelandic pages“) meðan hin rétta orðmynd unnvörpum kemur fyrir u.þ.b 1420 sinnum. Það er: Í 36% tilfella …
Þjóðráð – tillaga að svari við femínísku spursmáli
Mikið sem fólk nennir að bylta sér yfir spurningunni hvað kalla skuli ráðherra sem ekki er herra. Sérstaklega þar sem svarið hefur alltaf verið til staðar í tungumálinu. Lausnin er einföld: við leggjum af þetta óþarfa viðskeyti. Úr Orðabók Menningarsjóðs (1983): ráð, -s, -H […] 9 (æðsti) stjórnandi; nefnd […] Sumsé: Það er ekkert sem …
Continue reading „Þjóðráð – tillaga að svari við femínísku spursmáli“
Reykingar, bjór og borgaraleg gagn-óhlýðni
Sko… …hjaddna… …nú er ég afskaplega hrifinn af borgaralegri óhlýðni. En samt verð ég að segja að mér finnst aðgerðir þeirra verta og kúnna sem tóku það upp hjá sér að brjóta reykingabannið um liðna helgi óttalega ógeðfelldar. Eiginlega hrein viðurstyggð. (En það er mér reyndar farið að finnast um allar reykingar, nú á gamals …
Continue reading „Reykingar, bjór og borgaraleg gagn-óhlýðni“
Nýtur manga neinn?
Talandi um það. Ég hef aldrei skilið hvað fólki finnst svona merkilegt við manga. Ég fór á Borgarbókasafnið niðrí kvos í gær. Þar var heljarinnar útstilling í anddyrinu með manga-bókum. Og rekki á rekka ofan á annarri hæðinni – ég gekk framhjá þeim í leit að einhverju meira við mitt teiknimyndasöguhæfi inni í horninu þar …