Fyrir þremur árum gekk Hrefna í gegnum skeið þar sem hún uppdigtaði ýmsar mismunandi útgáfur af tómatur-sem-labbaði-yfir-götu brandaranum. Þær náðu hámarki í metafýsísku meistaraverki sem ég bloggaði um sællar minningar. Svo hætti hún á toppnum. Það hefur farið minna fyrir þessu skeiði hjá Unu systur hennar. En upp úr eins manns hljóði sagði hún okkur …
Monthly Archives: apríl 2008
Opið bloggbréf til Þráins Bertelssonar
Ji hvað allir voru æstir þarna í fyrradag. Hinir mætustu menn hingað og þangað kepptust við að útmála skoðanir sínar á málunum (undirritaður ekki undanskilinn). En sumum þótti mér nú heldurbetur mælast hugsunarlausar en öðrum. Sérstaklega þótti mér sem Þráinn Bertelsson hefði mátt stilla hug sinn ögn betur en hann tók að úthrópa sig á …
Má annars til með að geta…
…að ég var í hádegis-rauðvíns-og-osta-snobb-boði að Gljúfrasteini í gær og varð vitni að því þegar Eiríkur Örn Norðdahl hlaut þýðingarverðlaunin í ár, mér til mikillar ánægju. Bókin var Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem. Eins og lesa má annarsstaðar þótti mér vel að verki staðið. Oooog gleðilegt sumar, meðan ég man.
Fótmæli!
Ég vil lýsa yfir ánægju minni með „óeirðirnar“ í gær. Mikið sem mér fannst þær flottar. Það gerist alltof sjaldan hér á landi að mótmæli nái að komast yfir þann þröskuld sundurþykkju og megnrar óánægju að uppúr sjóði eins og gerðist í gær. Það var undantekningin frá þeirri reglu sem íslensk mótmæli fylgja nánast alltaf. …
Ballardískur fílingur
Ég er í alveg rosalega ballardískum fíling þessa dagana. Jákvætt fídbakk milli þess hvernig ég sé hlutina í kringum mig og bókanna sem ég er að lesa. Um daginn var ég í strætó að lesa Crash. Í sætinu fyrir framan mig voru tvær táningsstúlkur að tala um vin sinn sem ku hafa keyrt á vegg …
Æ-pot, náttúrulegt val og evróvisjón (eða ekki)
Ég hélt í tæpan sólarhring að ég væri búinn að týna iPodinum mínum – mundi síðast eftir að hafa stungið honum í úlpuna mína heima hjá tengdó á laugardaginn var og síðan var eins og jörðin hefði gleypt hann. Svo benti frúin mér á hann í morgun þar sem hann lá á bakvið kaffivélina inni …
Continue reading „Æ-pot, náttúrulegt val og evróvisjón (eða ekki)“
Gott og vel
Jæja, nóg af þessu. Sumsé, ég er að fara að hætta í vinnunni sem ég hef sinnt til næstum tíu ára. Það eru spennandi tímar framundan. Það stefnir í að karakterinn í blogginu breytist þegar líður á sumarið og verði meira tepokar fyrir þá sem heima sitja. Í staðinn fyrir varla neitt neitt megnið af …
Eftirmæli
Leitt þótti mér að heyra um refaskytturnar tvær sem létust uppi á Auðkúluheiði. Og þess frekar þegar nöfn þeirra voru birt og ég áttaði mig á að þetta voru fyrrum vinnufélagar mínir. Eða svonaaa… Hann Flosi réði mig í handlang hjá sér fyrir réttum tuttugu árum. Hann var múrarameistari og sá um að múra innan …