Gott og vel

Jæja, nóg af þessu.

Sumsé, ég er að fara að hætta í vinnunni sem ég hef sinnt til næstum tíu ára. Það eru spennandi tímar framundan. Það stefnir í að karakterinn í blogginu breytist þegar líður á sumarið og verði meira tepokar fyrir þá sem heima sitja.

Í staðinn fyrir varla neitt neitt megnið af tímanum, eins og það er búið að vera upp á síðkastið.

Annað í fréttum: Ég fór í fínt leikhús í kvöld: 39 1/2 vika hjá Hugleik. Sú sýning er ei meir. En ég skemmti mér konunglega.

Svo var ég á Tregawöttunum  í dag. Í andvana fæddri tilraun að reyna að starta illskiljanlegustu ritdeilu internetsins. Eða eitthvað. Tékkið á því.