Æ-pot, náttúrulegt val og evróvisjón (eða ekki)

Ég hélt í tæpan sólarhring að ég væri búinn að týna iPodinum mínum – mundi síðast eftir að hafa stungið honum í úlpuna mína heima hjá tengdó á laugardaginn var og síðan var eins og jörðin hefði gleypt hann. Svo benti frúin mér á hann í morgun þar sem hann lá á bakvið kaffivélina inni í eldhúsi.

Stundum óttast ég að það sé ekki í lagi með hausinn á mér. Eins gott að ég er að fara að láta skanna á mér heilann.

Yfir að allt öðru: Þeir sem hafa

  1. átt erfitt með að skilja hvað í ósköpunum málið er með þessa þróunarkenningu
  2. talið sig skilja bara alveg nógu vel hvað hún er þessi þróunarkenning, takk fyrir
  3. tíma til og gaman af að lesa vel skrifað og skemmtilegt Pop-Sci

ættu endilega að tékka á mjög fróðlegum greinaflokki hjá krökkunum á New Scientist um akkúrat þetta. Þeir sem vilja endilega sitja fastir í skotgröfum síns eigin Drottinsblessaða misskilnings og útúrsnúninga geta sosum alveg tékkað á þessu líka (þótt stundum verði maður kannski bara að horfast í augu við að það eru til stöku glataðar sálir þarna úti).

Annars hefur mig langað til þess undanfarnar vikur (ef ekki mánuði) að slá þessu bara öllu upp í kæruleysi og bresta á með djeðveiku evróvisjónmaraþoni næsta mánuðinn. Kannski ég geri það bara – síðan getur varla versnað frá því sem hún hefur verið síðustu mánuði.

Oooog kannski ekki.