Skriðdýr, Völlurinn og merk tímamót

Attenborough brillerar á DR1 með seríu um skriðdýr. Einsog maður á að venjast er allt lesið af innfæddum þuli svo lengi sem karlinn sjálfur er ekki að mæla það af munni fram. Danski þulurinn (sem hljómar eins og geðþekk, mjúkrödduð ung kona) fannst mér lengi vel ekki við hæfi. Fyrst fannst mér eins og það hlyti að vera kvenkynið. Svo áttaði ég mig á því að vandamálið var það að hún var ekki Guðni Kolbeins.

– – –

Tónleikarnir voru æðislegir. Persónulegu hápunktarnir voru eflaust aðrir en hjá megninu af salnum – mér fannst mest gaman þegar þeir tóku gamla og góða gullmola: Fall on me, Exhuming McCarthy, Orange Crush. Mike Mills að syngja „(Ekki snúa aftur á) Gljúfrastein,“ með kabbojhatt á hausnum. Svo tóku þeir Auctioneer, af öllum lögum. Þá öskraði ég „sjitt“ og dansaði fortförende af mér rassgatið.

– – –

Er um þessar mundir að sjá Næturvaktina í fyrsta skipti. Miklir dásemdarþættir voru þetta.

– – –

Náði annars merkum áfanga um helgina, nánast akkúrat ári eftir að ég byrjaði að vinna að honum. Kannski verður það einhverntíma að einhverju, kannski ekki. Eins og verkast vill.