Gardening at night

 Tvær tímamótauppgötvanir sem ég gerði um nýlánaða hjólið og nýuppgötvaða skógarstíginn sem hvártveggju er búið að kynna í fyrri póstum. Ég gerði þær báðar í tengslum við tónleikana á laugardaginn; þá fyrri síðdegis þegar ég hjólaði niðrá lestarstöð og þá síðari uppúr miðnættinu þegar ég hjólaði heim:

  1. Það er vel hægt að hjóla skógarstíginn. Meiraðsegja á hjólinu mínu. Ekkert mál, svo lengi sem maður fer ekki of hratt til að geta sveigt hjá brenninetlunum sem skaga inn á stíginn.
  2. Þetta á þó bara við í dagsbirtu.

– – –

Og nei, þeir tóku það ekki. Ekki í alvörunni.

One reply on “Gardening at night”

  1. Hæ Hjörvar! Hvað ertu að þvælast í DK??? Anyway, var á kóræfingu í kvöld og það er semsagt verið að byrja á Carmínu og nú vantar mig textana þína – áttu þá einhversstaðar handbæra í tölvunni þinni og gætirðu sent mér það? Bæði fyrir prógrammið – konsert 22. nóv svo það þarf fljótlega að huga að prógrammi – og líka til að dreifa meðal kórfélaga sem fyrst svo liðið hafi einhverja hugmynd um hvað það er að gaula um. Mikið værirðu nú sætur!

    Hvernig stendur annars á því að þú ert ekki með feisbók???

    Annars bara bestu kveðjur til ykkar allra

Comments are closed.