Tvær tímamótauppgötvanir sem ég gerði um nýlánaða hjólið og nýuppgötvaða skógarstíginn sem hvártveggju er búið að kynna í fyrri póstum. Ég gerði þær báðar í tengslum við tónleikana á laugardaginn; þá fyrri síðdegis þegar ég hjólaði niðrá lestarstöð og þá síðari uppúr miðnættinu þegar ég hjólaði heim:
- Það er vel hægt að hjóla skógarstíginn. Meiraðsegja á hjólinu mínu. Ekkert mál, svo lengi sem maður fer ekki of hratt til að geta sveigt hjá brenninetlunum sem skaga inn á stíginn.
- Þetta á þó bara við í dagsbirtu.
– – –
Og nei, þeir tóku það ekki. Ekki í alvörunni.