Til hamingju Ísland

Mér fannst þetta dálítið fyndið á sínum tíma. Fjöldamörgum fannst það ekki. Fannst þetta bara skelfilega ekki-fyndið. Þetta væri bara vitleysa.

Við vorum púuð út af sviðinu eftir að hafa baðað okkur í ljósinu. Flippað út. Rekið fingurinn framaní myndavélarnar. Salurinn hafði bara, einhverra hluta vegna, ekki húmor fyrir þessu. Sagði, „við þurfum ekki að hlusta á þetta. Þið getið bara átt ykkur. Fariði heim.“ Svo stöndum við í rennusteininum, társtokkin með maskarann niðrá höku og öskrum að þetta sé öllum öðrum að kenna. Þið séuð öll hálfvitar. „Fokk jú, jú fokking rítards.“ Pressan safnast í kring og smellir af. Finnst við kannski eiga þetta alveg skilið. Að við getum sjálfum okkur um kennt, sama hvað við grenjum og hrækjum. En er, mestan part, bara alveg sama.
silvianottaftonbladet.jpg
Fólki fannst þetta bara skelfilega ekki-fyndið. Og þegar litið er til baka verður að játast að það er alveg rétt. Bara ekki á sama máta og í denn. Þetta er ekki-fyndið af því að það er satt.

Þetta er deisja-vú. Stækkað þrjúhundruðþúsundfalt. Grínið stendur á beini. Þetta er ekki-fyndið.

Til hamingju Ísland. Ðö djók’s onn jú.
(Myndinni var hnuplað af vef Aftonbladet. Ég borga ekki.)