Nepja og einhvunnlags ókennd

Hann var napur í morgun, vindurinn þegar ég fór með yngri börnin á leikskólann. Á leið heim aftur var eins og allur litur úr umhverfinu. Enn ekki nema örmjó kóngablá rönd út við sjóndeildarhringinn. Það ískraði í leikskólahliðinu þegar ég opnaði það og vindurinn söng eins og þeremín í ljósastaurunum. Eitt andartak leið mér eins …

Um vekjaraklukkur, snooze-takka og þjóðfélagsástand

Mér finnst vekjaraklukkur vera mikil þarfaþing. Ein af merkustu uppfinningum og mestu framfaraskrefum mannkyns. En snooze-takkinn finnst mér aftur á móti vera óttalega gagnslaus uppfinning. Flest erum við undir þá sök seld að þurfa að koma okkur á fætur fyrir ákveðinn tíma flesta morgna. Það þarf að vekja börnin og koma þeim á ról, snyrta …

Einhvunnlags heimkoma

Að snúa aftur í dag var mjög… athyglisvert. Það var ljóst strax og stigið var út úr flugvélinni að landið sem ég var kominn til var ekki sama land og ég kom til að heimsækja í endaðan september, fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá var landgangurinn veggfóðraður með auglýsingaspjöldum frá Glitni, Landsbanka og Kaupþingi. Yfirstílfærðum, …

Frelsi

Mikið líður mér vel akkúrat núna. Ég var rétt áðan að klára niðurlagsfundinn eftir dvöl mína hér í Danmörku. Allir sáttir, eftir að hnýta nokkra lausa spotta á morgun, svo pakkað saman og eftir nákvæmlega tvo sólarhringa verð ég einhversstaðar yfir færeyskri fiskveiðilögsögu. Af því tilefni hlekkja ég á þetta þjónvarp hérna. Tilvalið til að …