Nei djóg. Alltaf gaman að vera til. Bara dáldið önnum kafið stundum. Les: Viðþolslaust síðan um miðbik síðasta vetrar.
En ég hálfpartinn missti vitið þarna á tímabili. Gullæði er líka hugarástand, ekki bara samfélagslegt fyrirbæri.
Sjá pönnufyllina, skyldirðu nenna því.
Allavega, þetta leið hjá. Og ég held að hausinn á mér sé á réttari stað núna en hann hefur verið svo mánuðum skiptir.
Svo, gaman aððessu.
Sú elsta er sjö ára akkúrat í dag. Tíminn flýgur: það eru nákvæmlega sex ár og sex dagar síðan hún tók fyrstu skrefin, sællar minningar. Ég myndi óska henni til hamingju ef hún vissi af mér hérna.
Og svo mun eflaust verða fyrr en varir: Hún er að verða fluglæs, bæði á kolefnis- og sílikonflögurnar.
P.S til annarra truflaðra einstaklinga og yfirhöfuð þeirra sem blogga í WP: Hvernig í horngrýtinu sleppur maður undan því að bendillinn fari í leitarham þegar maður slær inn íslenska broddstafi? Þetta. Er mjög. Pirrandi.