Ég veit ekki af hverju kjörsóknin í gær var svona léleg. Ég væri alveg til í yfirvegaða umræðu um það. Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar virðist hins vegar vera búin að finna orsökina og hún felst annars vegar í því að kosningavélar stóru flokkana fóru ekki af stað og hins vegar að almenningur sé sinnulaus um …
Monthly Archives: nóvember 2010
Salmonellan og Matfugl
Á mbl.is má nú sjá frétt um að grunur er um salmonellusmit í kjúklingi frá Matfugli. Mig minnti að ég hefði nú séð fréttir um smit hjá Matfugli áður ekki fyrir löngu og smá gúgl staðfesti þann grun minn. Þetta er (í það minnsta) í fjórða sinn á þessu ári sem þetta gerist. Fyrst 28. …
Að kjósa ekki
Ég er rétt kominn heim eftir að hafa skotist út og kosið. Ekki get ég sagt að það hafi verið fullt út úr dyrum niðri í Smára og fréttir af kjörsókn benda til þess að þetta hafi farið hægt af stað og enn sem komið er allavega ekki aukið hraðann. Ég veit svosem ekki hvað …
Fáránleg tillaga Árna Johnsen og félaga
Í gær var útbýtt á þingi tillögu til þingsályktunar „um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf“. Þingsályktunartillagan sjálf er algjör froða sem erfitt er að sjá einhverja merkingu úr. Reyndar er merkilegt að hún fjallar ekkert um mikilvægi fræðslu um önnur trúarbrögð og lífsviðhorf heldur er eingöngu bent á kristnu arfleiðina í …
Snjóhús (PAW)
Var fyrir norðan í vikunni. Þar var alvöru snjór, ekki þetta krap sem hefur komið hérna fyrir sunnan í vetur. Mynd-á-viku mynd númer 47. Allar myndirnar hingað til eru hér.
383
Ég gæti trúað því að leikskólinn sem ég vinn á sé ekki ósvipaður í fermetrafjölda. Þar eru tæplega 70 börn og rétt rúmlega 20 starfsmenn. Just saying. Og af því að ég þarf pottþétt að taka það fram: ég hef enga skoðun á því hvort að um einhverja óráðsíu hafi verið að ræða. Mér hins …
Fríkirkjupresturinn…
skrifar grein sem er jafn góð og þessi grein eftir Örn Bárð er vond. Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að gagnrýna Örn Bárð aftur. Hann óð hér inn þegar ég gerði það um daginn og sakaði mig um dramb og yfirlæti með Biblíutilvitnun. Svaraði reyndar engu en það er að sjálfsögðu fyrir …
Hvenær á að trúa ríkiskirkjunni?
Þegar fulltrúar hennar segja að kirkjan sé ekki ríkiskirkja eða ríkisrekið apparat, og reyna að færa fyrir því rök, eða þegar þeir láta skipa sig sem sendiráðspresta og fá greidda staðaruppbót eins og hverjir aðrir sendiráðsstarfsmenn? Mér finnst annað eiginlega útiloka hitt.
Göngin (PAW)
Keyrði norður fyrir skólatörn í dag. Langaði að halda áfram í abstract pælingunum frá því í síðustu viku. Mynd-á-viku mynd númer 46. Allar myndirnar hingað til eru hér.
Fáránleiki Arnar Bárðar
Um daginn tók ég hér til kostana víðáttubilað greinarkorn eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem birst hafði í mogganum. Þar hafði Kolbrún eftir liggur við hverja einustu rangfærslu og fölsun sem boðberar ríkiskirkjunnar höfðu slett út í umræðuna (PR-taktík?) og bætti heldur í frekar en hitt. Séra Örn Bárður Jónsson er einn af þeim prestum sem mikinn …