Af hverju léleg kjörsókn?

Ég veit ekki af hverju kjörsóknin í gær var svona léleg. Ég væri alveg til í yfirvegaða umræðu um það. Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar virðist hins vegar vera búin að finna orsökina og hún felst annars vegar í því að kosningavélar stóru flokkana fóru ekki af stað og hins vegar að almenningur sé sinnulaus um …

Fáránleg tillaga Árna Johnsen og félaga

Í gær var útbýtt á þingi tillögu til þingsályktunar „um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf“. Þingsályktunartillagan sjálf er algjör froða sem erfitt er að sjá einhverja merkingu úr. Reyndar er merkilegt að hún fjallar ekkert um mikilvægi fræðslu um önnur trúarbrögð og lífsviðhorf heldur er eingöngu bent á kristnu arfleiðina í …

383

Ég gæti trúað því að leikskólinn sem ég vinn á sé ekki ósvipaður í fermetrafjölda. Þar eru tæplega 70 börn og rétt rúmlega 20 starfsmenn. Just saying. Og af því að ég þarf pottþétt að taka það fram: ég hef enga skoðun á því hvort að um einhverja óráðsíu hafi verið að ræða. Mér hins …

Hvenær á að trúa ríkiskirkjunni?

Þegar fulltrúar hennar segja að kirkjan sé ekki ríkiskirkja eða ríkisrekið apparat, og reyna að færa fyrir því rök, eða þegar þeir láta skipa sig sem sendiráðspresta og fá greidda staðaruppbót eins og hverjir aðrir sendiráðsstarfsmenn? Mér finnst annað eiginlega útiloka hitt.

Göngin (PAW)

Keyrði norður fyrir skólatörn í dag. Langaði að halda áfram í abstract pælingunum frá því í síðustu viku. Mynd-á-viku mynd númer 46. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Fáránleiki Arnar Bárðar

Um daginn tók ég hér til kostana víðáttubilað greinarkorn eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem birst hafði í mogganum. Þar hafði Kolbrún eftir liggur við hverja einustu rangfærslu og fölsun sem boðberar ríkiskirkjunnar höfðu slett út í umræðuna (PR-taktík?) og bætti heldur í frekar en hitt. Séra Örn Bárður Jónsson er einn af þeim prestum sem mikinn …