Fyrir framan mig er maður að dansa við fríhafnarkerru. – – – Ég velti fyrir mér hvað málið væri með alla þessa sportbari, afhverju þeir eru allir með græna veggi. Svo áttaði ég mig á því að báðir þeir sportbarir sem ég hef komið inná hérna heita O’Leary’s (hér og á Hovedbanestation) og græni liturinn …
Monthly Archives: september 2008
Afmæli og íslenska fjölskyldan
Skömmu eftir að ég fékk bílpróf – mig minnir að ég hafi verið á nítjánda ári – fengu foreldrar mínir mig til að vera bílstjórinn þeirra. Þau bjuggu þá á Hólum í Hjaltadal og þótt félagslíf á staðnum hafi verið með líflegu móti þá gerðist ekki oft að þau fóru beinlínis „út á lífið,“ eins …
Svanamyllan, Deigsær og pressan hans Wolfgangs
Tvisvar á dag rennur lestin hjá Svanamylluaflstöðinni, einu af þessum risastóru, forljótu báknum sem í mikilfengleik sínum ná að verða eitthvað annað og meira, einkurslags tímalausir minnisvarðar um mannskepnuna. Ballardísk fegurð. – – – Sem leiðir til þess að ég er alltaf að hugsa um aflstöðina í Battersea. Ég sá hana einusinni sko. Úr lest, …
Continue reading „Svanamyllan, Deigsær og pressan hans Wolfgangs“
Tímans hverfulleiki (II) og stúlka á rauðum kyrtli
Var að átta mig á því að sú gleðilega stund sem svo lengi virtist í órafjarlægð er alveg að fara að renna upp: Ég flýg heim á fimmtudagskvöldið kemur. Ekki til að vera, heldur fyrir vikufrí með fjölskyldunni og setur í kúrsi við HÍ. Prógrammið er ekki fullbókað ennþá, þannig að vinir og kunningjar sem …
Continue reading „Tímans hverfulleiki (II) og stúlka á rauðum kyrtli“
Um tímans hverfulleik, skalla og Hemma Gunn
Ji maður snýr sér við og það er aftur kominn föstudagur. Reyndar yfrið nóg búið að vera að gera á mörgum vígstöðvum alla vikuna – hvunndaxorrustur hingað og þangað. Sumar unnar, aðrar óútkljáðar en engin gertöpuð enn sem komið er. – – – Kvudnineretteinla, hnaut enginn um það að í frásögninni skaut alltíeinu upp kollinum …
Continue reading „Um tímans hverfulleik, skalla og Hemma Gunn“
Gardening at night
Tvær tímamótauppgötvanir sem ég gerði um nýlánaða hjólið og nýuppgötvaða skógarstíginn sem hvártveggju er búið að kynna í fyrri póstum. Ég gerði þær báðar í tengslum við tónleikana á laugardaginn; þá fyrri síðdegis þegar ég hjólaði niðrá lestarstöð og þá síðari uppúr miðnættinu þegar ég hjólaði heim: Það er vel hægt að hjóla skógarstíginn. Meiraðsegja …
Skriðdýr, Völlurinn og merk tímamót
Attenborough brillerar á DR1 með seríu um skriðdýr. Einsog maður á að venjast er allt lesið af innfæddum þuli svo lengi sem karlinn sjálfur er ekki að mæla það af munni fram. Danski þulurinn (sem hljómar eins og geðþekk, mjúkrödduð ung kona) fannst mér lengi vel ekki við hæfi. Fyrst fannst mér eins og það …
Danskis Beikon
Sit og stanga úr tönnunum sítrónupiparbollu með beikon og ökólógísku kjúklingasalati. Horfi út um gluggann yfir Eyrarsundið og sé birtunni bregða, skýin þykkna. Sigla fraktarar. Blaktir þriggjametrahár veðurhani. Spranga Svíar í pólóskyrtum. Mikið líður mér vel að vita að kjúklingurinn sem ég var að éta var alinn á sjálfsprottnum haugarfa. Það var reyndar ekkert tekið …
Draumsvefn
Að fara eða fara ekki í Parken annað kvöld – þar liggur efinn. Eða … nei. Þegar fyrsta og elsta og hundþrjóskasta uppáhaldsbandið manns er að spila í grenndinni. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því – það myndi falla í flokk með öllu því sem maður sér eftir að hafa ekki gert um …