Góðar stundir

Ég hef átt nokkrar ágætar stundir síðustu daga. – – – Á CBS vinnur íslensk kona, tæpum áratug eldri en ég. Okkur hefur orðið vel til vina og höfum sérstaklega þurft að tala mikinn um ástandið eftir að fjármálarússibaninn fór af stað fyrir mánuði síðan. Hún og maðurinn hennar buðu mér í kvöldmat á fimmtudagskvöldið …

Kluuuk

Ég var klukkaður af Óla Gneista. Það er ágætt, annars veit ég ekki hvað ég myndi blogga um – ábyggilega eitthvað sem hægt væri að lögsækja mig fyrir, mér er svo heitt í hamsi og hef svo fáar áttir til að spúa því. Bara, takk, Óli minn. 1. Fjögur störf sem ég hef unnið um …

Kreppan kemur! (Vol 2) – blogg í rauntíma

Jæja, þá virðist restin af spilapeningaborginni vera að hrynja til grunna (meiri bölmóð!) og nánast allir bubbarnir sem enn tórðu við það að fara að segja sig á sósjalinn. Nema Lúlli í Sögu, af öllum mönnum. Þá er bara eitt að gera – endurtaka leikinn. The Velvet Underground – Sunday Morning. Þynnkulag fyrir þynnkutíma. Isaac …

Lífstréð

Nú er nóg komið af bölmóði í bili – ég verð bara hálfþunglyndur af þessu hérna úti í fásinninu. Það hefur sosum gerst áður, og verr en nú. Og reyndar er ég að ljúga þessu – mér líður alveg ljómandi vel, þannig lagað. En mig langaði alltíeinu til að hripa hérna inn ljóð eftir eitt …

Nokkur meðmæli í misóvæntar áttir

Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera neinn taglhnýtingur Egils Helgasonar. Reyndar þvert á móti. Ég hef verið honum svo hrópandi ósammála í svo fjöldamörgu gegnum tíðina (Íslamista/Naívistaumræðunni, Draumalands/virkjanadebattinum, kirkju/trúleysisdeilunum, 101-lofsöngnum, sitthverju úr kaldastríðinu, etsetera) að það hálfa væri nóg. En þessa dagana virðist hann einn af fáum sem virkilega leggja sig fram …

Til hamingju Ísland

Mér fannst þetta dálítið fyndið á sínum tíma. Fjöldamörgum fannst það ekki. Fannst þetta bara skelfilega ekki-fyndið. Þetta væri bara vitleysa. Við vorum púuð út af sviðinu eftir að hafa baðað okkur í ljósinu. Flippað út. Rekið fingurinn framaní myndavélarnar. Salurinn hafði bara, einhverra hluta vegna, ekki húmor fyrir þessu. Sagði, „við þurfum ekki að …

Kreppan kemur! (Vol 1) – blogg í rauntíma

Ég hef tekið saman eitthvað á annað hundrað lög héðan og þaðan af iPoddinum mínum sem öll segja eitthvað við mig persónulega, í tengslum við ástandið í þjóðfélaginu – og heiminum – í dag. Fullt af lögum er ekki með, bara fyrir það að þau eru ekki á téðri maskínu. Það er búið að vera …