Ég fékk bréf í dag. Það var frá Íslenskri Erfðagreiningu, og bar titilinn „Boð um þátttöku í vísindarannsókn – Langtímarannsókn á minni.“ Það hófst á þessum orðum: Kæri viðtakandi Með þessu bréfi viljum við minna á fyrra samhljóðandi bréf sem þér var sent vegna rannsóknar okkar á minnissjúkdómum meðal Íslendinga… Og lengra komst ég ekki, …
Monthly Archives: janúar 2009
Ekki gera ekki neitt
Ég veit ekki hvað ég mun kjósa í komandi kosningum. Ég veit ekki hvenær þær verða. Ég veit ekki einu sinni að fullu um hvaða kosti verður að velja. En, fokkitt, eitt sem alveg víst er: ég mun ekki skila auðu. Í uppsiglingu eru mikilvægustu alþingiskosningar í áratugi, í manna minnum jafnvel. Og mér sýnist …
Með svona vini og vandamenn…
Ég hef verið að velta fyrir mér… Hvernig vini og vandamenn á sá maður sem notar orð eins og „undirritaður“ í bréfi sem hann skrifar til þeirra? Ég bara get ekki annað en spurt mig.
Konan mín hittir naglann á höfuðið – hrós
„Þetta er eins og að eiga heima í kommúnistaríki,“ sagði konan mín þar sem við stóðum á stigaskörinni og opnuðum inn í íbúðina okkar. „Og vera ekki með skírteini í Flokknum.“ Og ég gat ekki annað en tekið heilshugar undir með henni. Von mín um breytingar til bóta er enn ósköp brothætt. En fer þó …
Continue reading „Konan mín hittir naglann á höfuðið – hrós“
Hugrenningatengsl um hnakkaþjófa
Ég get ekki að því gert, en í hvert skipti sem ég rek augun í fyrirsögnina „Hnakkaþjófar fundnir“ fer ég að hugsa um sólbaðstofuræningjann. Erettekki merkilegt.
Bent á gamlan mentor (um mannréttindi og þjóðþrif)
Mig langar til að benda beint áfram á færslu sem ég var að sjá hjá Sverri Páli Erlendssyni. Óþarft að ég bæti neinu við, sérstaklega þar sem málið er mér skylt.
Styttur bæjarins brosa…
..og Tryggvi Gunn og Bjarni Ben ulla framaní Alþingi og Valhöll.
Lag dagsins
Ég bara stenst ekki mátið. Lag dagsins er náttúrulega „Ég las það í Samúel“ með Brimkló. Þetta fær mig til að skella uppúr af að minnsta kosti tveimur ástæðum. Annars finnst mér þessi ummæli falla í flokk vanhugsaðra ummæla af svipuðu tagi og, tjah, þau um sætustu stelpuna á ballinu, eða „þú ert ekki þjóðin,“ …
Nýir vendir flengja best (annar hluti)
Valt er verðlag á vendi gömlum og getur verið varasamt að sjá hvað setur. Jú lúinn vöndur verka letur. Nýir strákar stjórna betur. (Úr Andræði, eftir Sigfús Bjartmarsson, bls. 88)
Nýir vendir flengja best
Eftir að ég frétti af afspurn (sbr. áramótaheit) tíðindi hádegisins hef ég verið hugsi. Og hvernig sem ég velti því fyrir mér (og þrátt fyrir að mér þyki leitt að heyra þetta fyrir hönd Geirs H. Haarde, svona persónulega), þá get ég ekki séð að þetta breyti neinu fyrir það sem mótmælendur hafa krafist til …