Kosningadagur

Góðan og gleðilegan kosningadag. Vonandi hafa allir gert upp hug sinn.

Í síðasta sinn: Það skiptir svo miklu máli að nýta rétt sinn til að kjósa. Sérstaklega í þessum kosningum. Það eina sem er mögulega síðra en að kjósa ekki er að kjósa einhvern hugsunarlaust bara af því að einhver sagði manni að gera það. Meir að segja handahófskenndur listi af 25 frambjóðendum væri skárri. En ekki mikið samt.

Vona svo að mér fyrirgefist þótt ég setji kosningavísuna hérna inn eina ferðina enn. Ég geri það lítið af þessu dags daglega að ég verð að hreykja mér af því þá sjaldan það gerist:

Að kjósa til stjórnlagaþings er þónokkuð létt.
Þú þarft bara lista af snillingum, þjörkum og vinum.
Og síðan er gott að sjá til að þetta sé rétt:
Þú setur þann besta efst, og raðar svo hinum.