Söngvakeppni Sjónvarpsins: Úrslit! Í beinni!!!

Ji þaðeru bara úrslit í kvöld. Þetta verður aldeilis spennandi. Og allt í beinni útsendingu. Nei í alvörunni. Sjö lög, misgóð einsog gengur, en ekkert þeirra afspyrnuslæmt. Og stefnir að óséðu í að þetta fari alltsaman ágætlega, hvernig sem fer. Ég dundaði mér við það í dag að telja saman hvaða lög hefðu fengið mesta …

Evróvisjón!

Ég er dálítið mikið að hugsa um lög þessa dagana. Lög af ýmsu tagi. Í dag langar mig að skrifa um Evróvisjónlög. Kannski skrifa ég um einhvern veginn öðruvísi lög seinna. Svo skrifa ég ábyggilega meira um Evróvisjónlög líka. Ég meina, kommon, þetta blogg er búið að halda sér á lífi (eða svonaaaa, með mislöngum …

ljóð (þýðing úr táknmáli)

Ég var á hjartnæmum tónleikum fyrr í kvöld: Tónleikum sem Félag heyrnarlausra hélt til að fagna því að Alþingi skyldi hafa viðurkennt íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra í vor sem leið. Heyrandi og heyrnarlausir listamenn fluttu tónlist hlið við hlið fyrir nánast fullri Langholtskirkju. Falleg stund. Hún minnti mig á dálítið. Mér varð hugsað til …

Ignóbelsverðlaunin 2011

Ignóbelsverðlaunin 2011 voru veitt við hátíðlega athöfn á fimmtudagskvöldið var. Eins og ég hef rakið á þessu bloggi á hverju einasta ári síðan ég byrjaði, þá eru þetta verðlaun sem kallast á við Nóbelsverðlaunin, en í stað þess að verðlauna það merkasta úr vísindaheiminum, þá eiga verðlaunahafarnir það sameiginlegt að hafa miðlað heiminum nýrri og …

Topp tíu spáin fyrir kvöldið og fordómar Páls Óskars

Kominn á skerið og lífið í svona nokkurnveginn fastar skorður. Og Evróvisjón í kvöld og ég hef ekki tjáð mig um það einu orði. Liggur við fyrsta Evróvisjónbloggfalli frá því ég byrjaði á þessu fyrir meira en … hvað … átta árum. Sjitt. Ég hef dútlað við þetta í meira en átta ár (með hléum). …

Rassskelling í Stuttgart (TíT5)

Ég fór við annan mann til Stuttgart á laugardaginn var. Við skoðuðum Mercedes Benz safnið og sáum FC Nürnberg rassskella VfB Stuttgart á útivelli, 1:4. Það var bjart yfir öllum fyrir leik, VfB hafði átt góðan útisigur gegn Borussia Mönchengladbach helgina áður og Cacau allur að koma til eftir meiðsli. Og heimaliðið byrjaði mun betur, …

Tepokar í Tübingen (4)

Það er ekki margt sem drífur á dagana. En eitthvað þó. Tónleikarnir með Joy Kills Sorrow í þýsk-bandarísku vináttumiðstöðinni voru frábærir. Svo frábærir að ég keypti tvo diska með þeim, einn fyrir mig og einn fyrir þýskan vin minn, vinnufélaga og fjölskylduföður sem bauð mér og fleirum út að borða í afmælismorgunkaffi á sunnudeginum. Það …