Henry Birgir og krabbameinið

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu, skrifaði pistil í blaðið í gær þar sem hann færir rök fyrir þeirri skoðun sinni að helsta vandamál knattspyrnunnar í dag sé leikaraskapur. Ég er reyndar ósammála þessari skoðun hans, að mínu mati er spilling, óráðssía og fáránlegar ákvarðanir FIFA, UEFA og annara knattspyrnusamtaka miklu stærra vandamál en ég …

Langt svar við leiðinlegri spurningu um leikskólakennara

Spurt hefur verið: af hverju fórstu í þetta nám vitandi það að launin væru svona léleg? Svarað er nú: af því að mér fannst starfið áhugavert, námið spennandi og fagheimurinn fullur af skemmtilegum pælingum sem eru í sífelldri þróun. Já og vegna þess að mér finnst gaman að umgangast og að vinna með börnum. Og …

Pólitíkusar ögra leikskólakennurum

Þetta bréf var ekkert annað en ögrun frá pólítíkusunum í Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Pólitíkusana í stjórninni má sjá í góðri bloggfærslu Harðar Svavarssonar. Fyrir það fyrsta þá er það algjör sturlun að ætla sér að halda starfsemi gangandi í leikskólum á meðan félagar í FL eru í verkfalli. Starfsfólki inni á deildum myndi snarfækka. …

Tröllafossar

Um daginn fór ég í smá ferðalag um vesturland. Ég var fyrst og fremst í Húsafelli og nánast nágreni og tók fullt af myndum sem ég er svona smátt og smátt að vinna og henda inn á netið. Hér eru nokkrar úr fyrsta skammti sem er af Tröllafossi en restin af myndunum þaðan er hérna.

Það flugu apar út úr rassinum á mér…

…og bættust þeir í hóp fljúgandi svína sem voru í oddaflugi yfir Reykjarvíkurtjörn. Eða það er allavega ekki ólíklegra en það að Jón Magnússon hafi verið að kvarta yfir fordómum í garð manna af sinni þjóðfélagsstöðu og bera sig saman við gyðinga á fyrri hluta seinustu aldar. Jón Magnússon. Æi þið vitið, hæstarréttarlögmaðurinn sem sat …

Beðið eftir KSÍ

Er einhver ennþá á þeirri skoðun að Ólafur Jóhannesson sé hæfur til þess að gegna stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta? Er ekki komið nóg? Ég nenni ekki að fara yfir árangur liðsins undir stjórn Ólafs eða afneitunina sem hann sjálfur virðist lifa við sem birtist m.a. í fáránlegum viðbrögðum við spurningum blaðamanna. Nú eru …

Páll Óskar, fordómarnir og íslenska umræðuhefðin

Af einhverjum ástæðum hefur orðið einhver umræða um orð sem Páll Óskar Hjálmtýsson lét falla í viðtali við RÚV í gær. Ég fatta það ekki alveg og held að hún hljóti að byggja á annað hvort misskilningi eða ofurviðkvæmni. Skoðum hvað það var sem Palli sagði sem fer svona fyrir brjóstið á fólki: Mér finnst …