106995932938697963

í dag ætla ég að bregða aðeins út af vananum og röfla ekki bara stefnulaust um það sem mér dettur í­ hug. Þess í­ stað ætla ég að birta hér grein sem ég hef skrifað um Stjórnmál í­ Georgí­u sem ég kýs að kalla: Grúskað um Georgí­u.

Það er margt í­ heiminum sem kemur í­ pörum, t.d. tví­burar, vettlingar o.m.fl. Fræg er t.d. setningin “They usually travel in pairs” úr mynd Woddy’s Allen “What you always wanted to know about sex but were to afraid to ask”. Eitt af því­ sem kemur í­ pörum í­ þessum heimi er Georgí­a. Eina er að finna í­ suðurrí­kjum Bandarí­kjanna og aðra í­ Kákasusfjöllum. Georgí­a í­ Kásasusfjöllum er mun eldri og er hægt að rekja sögu hennar langt aftur í­ tí­mann.

Fyrst smá saga:
Mörg stórveldi fornaldar hafa barist til valda á þessu svæði og má þar m.a. nefna Grikki, Persa, Makedóní­umenn og Rómverja. Sí­ðar varð vesturhluti Kákasus og þar með Georgí­a hluti af býsantí­ska heimsveldinu á meðan Persar réðu austurhlutanum og má sjá þá skiptingu enn í­ dag, t.d. í­ mismunandi trúarbrögðum Georgí­umanna og Aserbaijana. Eftir að Býsans náði Tbilisi úr höndum araba hófst gullöld Georgí­u undir nafninu Iveria, en það land réði yfir miklum hluta Azerbaijan og austurhluta Tyrklands. Þetta gullaldarskeið á 10. til 13. öld byggðist að miklu leiti á ávöxtunum af verslunarleiðinni milli Evrópu og Austur-Así­u sem lá um Kákasus. Eftir 13. öldina réðu hins vegar ýmsir yfir svæðinu; Mongólar, Persar og Ottómanar þeirra helstir. Undir lok 19. aldar náðu Rússar yfirráðum í­ Georgí­u. Snemma risu upp sósí­alí­skar þjóðernishreyfingar í­ Georgí­u og er Iosif Dzhugshvili lí­klega einn frægasti leiðtogi þeirra en hann tók sér sí­ðar nafnið Stalí­n.
Georgí­a lýsti yfir sjálfstæði 1918 en Rauði herinn hernam landið 1920. Sí­ðan var landið hluti af Sovétrí­kjunum allt til ársins 1992. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar innan Sovétrí­kjanna voru haldnar í­ Georgí­u árið 1990 og þær vann Zviad Gamsakhurdia en honum var steypt af stóli 1992 þegar Shevardnadze tók við.

Eduard Shevardnadze:
Hann fæddist árið 1927 og varð formaður kommúnistaflokks Georgí­u 1972. Það þýddi í­ raun að hann var æðsti embættismaður í­ landinu og því­ embætti hélt hann til 1985 þegar hann var gerður að utanrí­kisráðherra Sovétrí­kjanna. Það embætti átti hann lí­klega helst að þakka góðu vinfengi við Mikhail Gorbasjev og hugmyndafræðilega samkennd. Þeir félagar hafa fengið mestan heiðurinn af þýðunni sem varð á þessum árum í­ samskiptum austurs og vesturs og lí­klega ekki að ósekju. Þjóðverjar hugsa hlýtt til Shevardnadze enda sameining Þýskalands bein afleiðing af ákvörðunum hans og Gorbasjevs. Eftir fall Sovétrí­kjanna sneri Shevardnadze aftur til Georgí­u og tók þar við stjórnartaumunum. Margir Rússar hugsa þó ekki eins hlýtt til hans og Vesturlandabúar enda er honum að hluta til kennt um endalok Sovétrí­kjanna auk þess sem hann gerðist svo þjóðarleiðtogi þess rí­kis sem var með þeim fyrstu að segja sig undan rússneskum yfirráðum.

Georgí­a eftir 1992:
Shevardnadze var mjög vinsæll í­ upphafi og hlaut um 90% atkvæða til að verða formaður framkvæmdaráðsins en það var n.k. rí­kisstjórn sem stofnuð var eftir að Gamsakhurdia var rekinn frá völdum. Adam var þó ekki lengi í­ paradí­s því­ fljótlega fór að kræla á uppreisnarmönnum í­ Abkhasí­u sem er vestast í­ Georgí­u. ín fjárhagslegs stuðnings Moskvu-valdsins urðu glæpaklí­kur lí­ka valdamiklar í­ landinu og barátta Shevardnadze skilaði litlu í­ baráttunni við þær. Innviðir samfélagsins fúnuðu, mennta- og heilbrigðiskerfi hrakaði og Georgí­ubúar urðu fátækari en nú eru um 60% í­búanna undir fátæktarmörkum. Það var ekki fyrr en Shevardnadze gekk til samninga við Rússa og Georgí­a gekk í­ Samveldi sjálfstæðra rí­kja (CIS) að honum tókst að ná böndum á uppreisninni í­ Abkhasí­u með stuðningi Rússa. Hann vann einnig bug á einni skæðustu glæpaklí­kunni en þurfti að gjalda fyrir með vinsældum sí­num því­ í­ kosningunum 1995 fékk hann 20% minna fylgi en áður. Má að mestu rekja það til ásakana um undanlátssemi gagnvart Rússum sem settu upp þrjár herstöðvar í­ landinu. Fyrir kosningarnar hafði Shevardnadze stofnað sinn eiginn stjórnmálaflokk sem hefur barist fyrir hann á þingi og er Shevardnadze í­ raun leiðtogi hans að öllu öðru leiti en að nafninu til. Á þessum tí­ma varð einnig fyrsta tilræðið gegn honum og sí­ðan fylgdi annað árið 1998. Frá þeim tí­ma hefur mátt sjá miklar breytingar á stjórnunarstí­l Shevardnadze. Hann er varfærnari og óáræðnari enda tapaði hann enn fylgi í­ kosningunum 2000 þó að hann héldi embætti forseta. ísakanir um spillingu hafa orðið háværari á sí­ðustu árum.

Nýjustu atburðir:
Nú í­ nóvember voru haldnar þingkosningar í­ Georgí­u og fór flokkur Shevardnadze með sigur af hólmi með 21% atkvæða, samstarfsflokkurinn hlaut 18,8% og þannig tryggði Shevardnadze sér nægan stuðning á þinginu. Stuttu eftir kosningarnar fór hins vegar að bera á ásökunum um kosningasvindl og voru þær studdar ummælum eftirlitsmanna sem höfðu ekki fengið að fylgjast með öllum kjörstöðum og og sögðu úrslitin endurspegla mikið kosningsvindl í­ mörgum héruðum. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar Mikhail Saakashvili og Tsotne Bakuria hófu þegar að mótmæla niðurstöðunum með þeim árangri að þegar herinn sneri baki við Shevardnadze, en honum hafði hann reynt að beita á mótmælendur, sá hann sig tilneyddan til að segja af sér enda ljóst að kosningasvindlið sem flokkur hans stóð fyrir getur vart annað en verið undan hans rifjum runnið eða að minnsta kosti með hans vitneskju enda hafði fylgi hans enn dví­nað frá árinu 2000.

Staðan og hugleiðingar:
Það er vissulega sjónarsviptir af Eduard Shevardnadze af sviði alþjóðastjórnmála því­ hann er án efa einn af stóru köllunum á þeim vettvangi á sí­ðustu öld. Enginn skyldi þó gráta mikilmenni sem hafði fallið af háum stalli niður á það plan að keppast við að halda völdum sí­num og stöðu við kjötkatlana með kosningasvindli. Það besta sem hægt er að segja um hann nú er að hann sá þó að sér og hætti án þess að til mikilla blóðsúthellinga þyrfti að koma. Þær vangaveltur hafa þó komið fram að atburðarás þessi hafi öll verið hönnuð af Bandarí­kjamönnum sem munu hafa reynt sambærilega hluti í­ Júgóslaví­u (með árangri) og í­ Hví­ta Rússlandi (árángurslaust). Kenningin gengur út á það að eftir því­ sem spillingin jókst í­ Georgí­u og Shevardnadze varð handgengnari Rússum hafi Bandarí­kjamönnum fundist nauðsyn til stjórnarskipta þar sem leiðtogar stjórnarandstöðunnar munu vera með eindæmum Bandarí­kjavænir. Það skiptir einnig miklu máli í­ þessu samhengi að fyrirhuguð olí­uleiðsla frá Kaspí­ahafi mun liggja um Georgí­u til Vesturlanda og hliðholl rí­kisstjórn því­ æskileg. Sí­ðustu vikurnar fyrir kosningarnar mun þannig talsverður fjöldi bandarí­skra ráðgjafa hafa heimsótt landið, bæði til að tala um fyrir Shevardnadze og til að leggja á ráðin með stjórnarandstöðunni. Einnig munu Bandarí­kjamenn hafa óttast að með minnkandi völdum rí­kisstjórnar Shevardnadze og aukinni spillingu yrði landið vænlegt aðsetur hryðjuverkamanna (les. arabí­skra andstæðinga Bandarí­kjamanna). Ég veit ekki hversu mikinn trúnað er hægt að leggja í­ svona kenningar en þær eru þó birtar á vef BBC.

Vona ég að grein þessi hafi verið mörgum til fróðleiks, einhverjum til ánægju og vonandi engum til leiðinda. Ætla ég að lokum að lýsa því­ yfir að ég mun ekki skrifa aðra þrátt fyrir að margir hlutir í­ þessum heimi komi í­ pörum.

Heimildir:
Fréttablaðið (25. og 26. nóvember)
http://www.bbc.co.uk
http://www.pravda.ru
http://sg.travel.yahoo.com/guide/europe/georgia/history.html
http://www.osgf.ge/all/ika/eduard_shevardnadze.htm