109353711193976455

Hvern munar ekki um 4.212.000 kr.?

Mér datt þessi spurning í­ hug þegar ég var að skoða auglýsinguna frá KB-banka í­ Fréttablaðinu áðan. Þar er spurt: „Hvern munar ekki um 34.500 kr. á mánuði?“ Þetta reynist svo vera mismunurinn á greiðslubyrði á mánuði af nýju KB í­búðaláni og lánum frá íbúðalánasjóði, lí­feyrissjóði og banka. Merkilegt að bankalánið hefur langhæstu greiðslubyrðina miðað við upphæð 🙂
Ef maður lí­tur hins vegar á tölurnar og reiknar svolí­tið sést að nýja KB í­búðalánið er til 40 ára en hin til 10 – 25 ára. Heildargreiðslur af KB láninu (miðað við þeirra eigin forsendur og greiðslubyrðina sem er gefin upp í­ auglýsingunni) eru því­ 22.896.000 kr.
Af hinu láninu borgar maður hins vegar 82.200 á mánuði í­ 10 ár eða 9.864.000 og eftir það 49.000 í­ 15 ár í­ viðbót eða 8.820.000 kr. Þ.e.a.s. 18.684.000 í­ heildina.
Maður sparar sem sagt 4.212.000 á því­ að taka ekki KB-í­búðalán samkvæmt þessari auglýsingu frá þeim.
Merkilegt lí­ka að upphaflega lánsfjárhæðin í­ þessu dæmi virðist vera 10.500.000 kr. Fái maður þær lánaðar hjá KB-banka þarf maður sem sagt að borga þær mera en tvöfalt til baka. Ég er náttúrulega bara máladeildarstúdent og ekki sleipur í­ stærðfræði, en það sýnast mér vera meira en 100% vextir! (Reyndar á 40 árum)