106977694694693186

Ég get nú bara ekki orða bundist af kæti. Ég var að lesa svo skemmtilegar greinar á Kreml og Múrnum.

Á Kreml er ráðist á Daví­ð Oddson af offorsi. Af hverju? Jú, af því­ að hann réðst á stjórnendur Kaupþings-Búnaðarbanka. Á Kreml s.s. lesa þeir yfir hausamótunum á Daví­ð með tilvitnunum í­ Passí­usálmana um að menn eigi ekki að rjúka til og dæma aðra. Meira að segja ásaka þeir hann um hræsni! Það hljóta fleiri en ég að sjá kaldhæðnina í­ þessu og vera skemmt.

Á Múrnum er hins vegar verið að fjalla um Flauelsbyltinguna í­ Georgí­u og henni fundið flest til foráttu. Edvard Shevardnadze hafi jú verið réttkjörinn forseti landsins. Að ví­su viðurkennir greinarhöfundur að það hafi verið vegna kosningasvindls en segir engu að sí­ður að það sé alls ekki ví­st að Saakashvili, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði unnið annars. Það s.s. skiptir öllu máli fyrir þá Múrverja hvort það eru vinstri- eða hægrimenn sem svindla í­ kosningum. Annars veit ég ekki hvort Shevardnadze geti talist vinstrimaður en hann er a.m.k. fyrrverandi kommúnisti og þá finnst Múrverjum óverjandi að gagnrýna hann.