107200949119066011

Vá, bara kominn sí­ðasti sunnudagur í­ Aðventu, jólafrí­ið byrjað og ég meira að segja búinn að kaupa allar jólagjafirnar (eða næstum því­, það er ein eftir). Fór í­ gærkvöldi til tengdó að baka jólakökuna. Þar á bæ er alltaf bökuð hví­t randalí­na fyrir jólin og Gulla vildi alls ekki missa af því­ fyrst við erum nú komin í­ sama bæjarfélag og foreldrarnir. Svo eyddi hún reyndar kvöldinu með bróður sí­num úti í­ bæ og fór svo beint inn í­ stofu að skreyta þegar hún kom til baka og tók nákvæmlega engan þátt í­ bakstrinum. En það er nú allt í­ lagi enda var það svo sem ekki yfirlýst markmið hjá henni að standa upp yfir haus í­ bakstri um kvöldið en ég og tengdamamma hnoðuðum og flöttum og bökuðum baki brotnu og það var bara æðislega gaman.

Ég hef rekist á skrif um það hve áhrifamikil blogg geta verið. Menn eru að gera einhverja bókadí­la hægri-vinstri og komast í­ blöðin og sjónvarpið og allt. Á sama tí­ma er kvartað undan sjálfsritskoðun og því­ hversu óáreiðanleg svona bloggummæli eru. Þau geta jú verið horfin á morgun eða búið að breyta þeim. Þó svo ég skrifi hér núna að einhver þjóðþekkt persóna, eins og t.d. Katrí­n Jakopsdóttir varaformaður Vinstri-Grænna og öll hennar ætt, séu uppskrúfuð, snobbuð og öfgafull fyrirbæri, fyrir utan það að hún er í­ sambandi við ákaflega illa innrættan subbusóða, þá gætu þessi ummæli allt eins verið horfin eftir örfáa daga og engin leið til að herma þau upp á mig. HA HA. Þeir sem hafa áhyggjur af þessu átta sig þá lí­klega ekki á því­ að internetið er svona n.k. millistig á milli hins talaða máls og útgefins ritmáls. Þ.e. það sem hér er skrifað hverfur ekki jafnóðum og það er sagt en það hverfur samt einhvern tí­man ólí­kt dagblöðum, bókum og slí­ku. Það breytir því­ ekki að ef það eru vitni að því­ sem hér er skrifað, þ.e. ef einhver les þetta, þá get ég ekkert vikist undan því­ að hafa skrifað þetta þó svo að ég eyði því­ eða breyti sí­ðar. Þannig að það er best að taka það fram strax að ég hef ekki þessa skoðun á Katrí­nu og hennar fólki og subbusóðinn hefur innst inni hjarta úr gulli. Sem minnir mig á það að hann er að semja ansi skemmtileg kvæði um jólasnótirnar í­ útvarpið þessa dagana. Veit einhver hvort hægt sé að lesa þessi kvæði einhversstaðar á netinu?

Nóg af því­. Hér á Akureyri er allt á kafi í­ snjó og jólaljósin taka sig gasalega gegt út í­ sortanum. Aksjón var að veita verðlaun fyrir best skreyttu húsin í­ bænum (eða var það einhvert fyrirtæki sem veitti verðlaunin og Aksjón var bara að sýna frá því­?). Skiptir ekki máli. Nema að húsin sem fengu verðlaun voru flest frekar smekkleg! Já mér þykir við hæfi að setja upphrópunarmerki. Þarna var um að ræða hús með serí­um í­ ýmsum litum, kannski svona grýlukertaserí­um og í­ mesta lagi upplýstum jólakrans á hurð og nokkrum skreyttum trjám í­ garði. Ég var ákaflega ánægður með að amerí­sku plastlí­kneskin og yfirþyrmandi blikklýsingar fengu engin verðlaun.

Annars er það skrýtið með Akjsón hvað dagskrárgerðarmenn þar virðast lélegir í­ sí­nu starfi. Ég veit að þetta er bara svona lí­til bæjarstöð og svona, en samt. Um daginn var t.d. verið að segja frá nýjum listaverkum sem Háskólinn á Akureyri hafði fengið og var búið að setja upp einhvers staðar inni í­ byggingunni til að gestir og gangandi gætu notið. Fréttin fólst í­ því­ að tekið var viðtal við Rektor fyrir framan Háskólann og engin ástæða þótti til að sýna umrædd listaverk sem fréttin snérist þó um. Þetta var svolí­tið svipað með þessa verðlaunaafhendingu. Að ví­su voru húsin sem fengu verðlaun sýnd. Allt í­ lagi með það. Svo var bankað upp á og fólki tilkynnt að það hefði verið verðlaunað fyrir smekklegar skreytingar og gefin jólaengill í­ því­ tilefni. Svo var þessu sama fólki réttur poki. Af einhverjum ástæðum sá enginn ástæðu til að sýna áhorfendum hvernig þessi umræddi jólaengill leit út. Gulla segir samt að þetta sé einhver rafmagnsengill með blikkljósum í­ kjólnum sem á að standa úti við (sem sagt svona blikkandi amerí­skt plastdrasl) en það er þá eru þessi verðlaun í­ hrópandi ósamræmi við húsin sem var verið að verðlauna og ólí­klegt að í­búarnir setji englana upp.

Allt í­ lagi bless.