107283468387643464

Nú árið er liðið í­ aldanna skaut. Nei, reyndar ekki alveg. Ég verð hins vegar úti á Hauganesi næstu tvo daga og þess vegna ekki í­ netsambandi þannig að ég óska öllum farsæls komandi árs nú þegar.

Mikið fara þessar flugeldaauglýsingar frá Landsbjörg í­ taugarnar á mér. Nei, ekki þessi með textanum: „Hjálparsveit skáta skaffar dótið.“ Nei, hún er náttúrulega bara gegt snilld. Það er þessi með flugeldaverksmiðjuna á hálendinu. „Það vita allir hversvegna björgunarsveitirnar geysast upp á hálendið fyrir jólin nema jólasveinarnir.“ Hvern halda þeir að þeir séu að plata? Og til hverra er þessari auglýsingu ætlað að höfða? Ekki eru það smábörn sem hugsanlega trúa þessari vitleysu sem kaupa flugelda. Þarna er bara verið að búa til einhverja nýja furðusögu sem er svo fáránleg að ekki er hægt að sjá nokkurn tilgang með henni.

Svo að stjórnmálunum. Ég er orðinn frekar þreyttur á Ingibjörgu Sólrúnu. Hún virðist hafa misst þetta áræði og ákveðni sem einkenndi hana sem borgarstjóra. Þá virtist sem hún gæti tekið hvern sem er og kveðið í­ kútinn. Núna er hún einhvern veginn bara einhver varaþingmaður sem á að vera voðalega merkilegur en enginn skilur út af hverju. Annars hafði ég alltaf verið mjög hliðhollur Össuri. Ég kaus hann meira að segja í­ formannskjörinu um árið. Núna er ég farinn að efast. Eftir klúðrið með einkarekstur í­ heilbrigðiskerfinu og eftirlaunafrumvarpið var eins og hann hefði náð að klúðra rækilega. Bæði hann og Ingibjörg koma samt nokkuð vel út úr þessu SPRON máli. (Ég á reikning í­ SPRON en mér hefur samt aldrei verið boðið að gerast stofnfjáreigandi). Lí­klega hefði verið best að kjósa Hörð Tryggva á sí­num tí­ma (eða var það Tryggvi Harðar?). Hvað um það. Ég tel að það færi best á því­ að finna einhvern annan til að verða formaður eftir tvö ár en annað hvort þeirra. Það vill reyndar svo vel til að ég sjálfur er að leita mér að góðri innivinnu sem er betur borguð en að vera grunnskólakennari.

Það virðist vera sem Pétur Blöndal átti sig ekki á tilganginum með svona sameignarfélögum eins og SPRON. Það skiptir engu máli þó að tveir þriðju hlutar hagnaðarins af sölunni renni í­ einhvern sjóð til styrktar menningarmálum. Tilgangur hlutafélaga er að skila hluthöfum hagnaði. Tilgangur sameignarfélaga er hins vegar að þjónusta viðskiptavini sí­na án þess að fara á hausinn. Þessi grundvallarmunur á tilgangi félaganna er kannski ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu en ég held að hann hljóti að vera hluti þess að Sparisjóðirnir hafa verið þau fjármálafyrirtæki sem fólk er ánægðast með í­ gegnum tí­ðina. Ég er t.d. mjög ánægður með SPRON. Ég var áður hjá Íslandsbanka og þarna er ólí­ku saman að jafna.

Farsælt komandi ár!