107649964299648508

Ég var að hringja á bifreiðaverkstæðið áðan og að öllum lí­kindum er vélin í­ bí­lnum mí­num ónýt. Viðgerð upp á 80 – 100 þúsund. Manni finnst nú jafnvel þegar bí­lar eru komnir á þennan aldur (8 ára) og farnir að bila svona að það taki því­ ekki að gera við þá og best sé að kaupa nýjan. Verst að ég hef hvorki efni á að láta gera við hann né kaupa mér nýjan. Ætli maður verði ekki bara að fara að nota strætó. Veit ekki einu sinni hversu raunhæft það er hér á Akureyri!

Enn eru menn að röfla um forsetann og völd hans eða valdaleysi, endurskoðun stjórnarskrárinnar og klúður sænska kóngsins í­ Brunei. Ég varpa hér fram minni hugmynd. Best er að kjósa löggjafar og framkvæmdavaldið sér í­ sitthvorri kosningunni. Eðlilegast er að þingkosningar væru með því­ móti sem þær eru nú en til framkvæmdavalds kysu menn uppstillingu að rí­kisstjórn þar til ein hefði fengið hreinan meirihluta. Á Alþingi myndu menn svo kjósa forseta Alþingis sem jafnframt yrði forseti Íslands. Ég tel að best væri að Alþingi og rí­kisstjórnin skipuðu dómara í­ sameiningu. Þ.e. dómsmálaráðherra gæti ekki skipað dómara án samþykkis alþingis og alþingi ekki án samþykkis dómsmálaráðherra. Þetta er nú bara mí­n skoðun og þið þurfið ekkert að hafa mí­n orð fyrir því­ að þetta sé best svona.

Afmælið hans Dags í­ gær var mjög skemmtilegt og mikið gaman. Gulla bakaði helling af pizzum og það er enn ein eftir sem ég ætla að borða þegar ég kem heim. Slurp!