Mikið skelfilega er óþægilegt að vera svona bíllaus. Ég hef þurft að fá far á allar leikæfingar þessa vikuna og verið háður tengdaforeldrunum með Bónusferðir. Mikið vona ég að þetta fari að komast í lag. Viðgerðarmaðurinn er að leita að nýrri vél handa mér og svo skulum við vona að hann komi henni í sem fyrst. Svo er árshátíðarundirbúningur að byrja af öllum krafti í skólanum og ég ætla að taka að mér að setja upp og leikstýra leikriti hjá krökkunum í leiklistarvalinu. Mér finnst samt á öllu að það verði einhverjir erfiðleikar að semja um greiðslur fyrir það. Best samt að ræða það mál á öðrum vettvangi.