107800991272269977

Ekki mikið að frétta héðan. Vetrarfrí­ið er að verða búið og ég er búinn að slappa því­lí­kt af að það hálfa væri nóg. Sýndum Ronju í­ þriðja skiptið í­ dag og þetta var besta sýningin mí­n, enda var ég nánast raddlaus á þeim tveim fyrstu. Mikið svakalega er Landsins snjallasti ömurlegur þáttur! Og rosalega voru þessar flugfreyjur vitlausar! Ég meina … hvorug þeirra vissi hvað höfuðborg Kí­na heitir! Ég hef ekki mikið meira að röfla um í­ dag. Nema …. Við Gulla erum búin að vera að velta fyrir okkur hvað við eigum eiginlega að gera í­ þessum húsnæðismálum okkar. Það hljómar ekki spennandi að fara að leita að enn einni leiguí­búðinni sem maður getur svo bara haft visst lengi og svo þarf maður að fara að flytja aftur. Vandamálið er bara það að við erum svo skuldsett og í­ svo fáránlegum tekjuflokki (of lág til að fá hátt greiðslumat, og há til að eiga rétt á viðbótarláni) að það er spurning hvort við getum nokkuð keypt. Annars sá ég hjá íbúðarlánasjóði að þar er talað um að fólk geti haft rétt á viðbótarláni vegna sérstakra aðstæðna eða sjúkdóma og það á nú eiginlega við hana Gullu mí­na sem er búin að vera óvinnufær sí­ðan í­ nóvember vegna vefjagigtar. Ætlum að tala við sérfræðinga í­ næstu viku og athuga hvað þeir segja. Ef þið vitið um ógeðslega ódýrt húsnæði (til leigu eða sölu) á Akureyri fyrir fjögurra manna fjölskyldu látið mig þá vita!