107827088240440607

Vá, ég sá að Sverrir svili vara að telja upp staðina sem hann hefur búið á og þá fór ég að hugsa um allan þann aragrúa staða sem ég hef haft búsetu á á minni ævi. Hvað ætli þeir séu eiginlega margir?

1. Seljavegur 3a. Þangað til ég var þriggja ára
2. Miðvangur 53 Hafnarfirði. Þangað til ég var 14
3. ílfhólsvegur í­ Kópavogi. Man ekkert númer hvað og bara í­ nokkra mánuði.
4. Hraunbær 112 (minnir mig). Um sumarið fyrir 9. bekk
5. Fagrahlí­ð í­ Mosfellsbæ. Öðru nafni sumarbústaðurinn (bara í­ nokkrar vikur)
6. Sólvallagata 8. Mjög fí­nn staður. 10 herbergja í­búð (fjórar stofur og tvö baðherbergi)
7. Framnesvegur 29 (eða var það 27?)
8. Tjarnarból 8. Bjó þar meðan ég var í­ Menntaskólanum en svo kynntist ég konunni minni og flutti.
9. Laufásvegur (Enn man ég ekki númer hvað, en það var í­ húsinu á horninu hjá Njarðargötu).
10. Hrefnugata 6 (Norðurmýrin góður staður að búa á)
11. Eggertsgata 10. Hjónagarðarnir meðan ég var í­ þjóðfræðinni. Dásamlegt að búa þar.
12. Aldersrogade 81. Lí­til smáhola í­ Kaupmannahöfn sem við hýrðumst í­.
13. Istedgade 75. Notaleg í­búð en á subbulegum stað. Rétt hjá Isted Gay bar and Sauna!
14. Tjarnarból 8 (Inn á pabba og mömmu í­ smá tí­ma).
15. íshamar í­ Vestmannaeyjum. Man ekki númerið en það var búið í­ tveimur í­búðum í­ stigaganginum.
16. Strembugata 22, Vestmannaeyjum. Bjuggum inni á tengdó eitt sumar.
17. Gunnarsbraut 42. Aftur í­ Norðurmýrina, hví­lí­k dásemd. Meðan ég var í­ Kennó.
18. Eggertsgata 8. Leigðum á hjónagörðunum um sumarið áður en við fluttum út á land.
19. Kirkjuvegur 10, Hvammstanga. Æðislegt að búa á Hvammstanga ef það væri skóli þar!
20. Vallholt 19, Ólafsví­k. Hugguleg og notaleg í­búð en ekki hægt að hafa opna glugga vegna roks!
21. Snægil 10, Akureyri. Fí­n í­búð en nú er búið að segja mér henni upp svo ég þarf að flytja aftur.

21staður á 32 árum! Það er ekki illa að verki staðið. Vonandi get ég nú bara keypt mér eitthvað hér á Akureyri og búið þar næstu áratugi!