108359280662161830

Það var verið að benda mér á að nýja fjölmiðlafrumvarpið þýðir væntanlega endalok útvarps Kántrýbæjar. A.m.k. hlýtur Kántrýbær að teljast markaðsráðandi fyrirtæki á veitingahúsamarkaðinum á Skagaströnd og því­ lí­klega ólöglegt að hann eigi fjölmiðil lí­ka. Annars veit ég ekki kannski tekur frumvarpið ekki til svona nærmarkaða. Þá væru lí­ka allar prentsmiðjurnar í­ bæjum landsins sem gefa út héraðfréttablöð eða auglýsingabæklinga í­ vondum málum. En þar er náttúrulega ekki um dagblöð að ræða svo þær sleppa kannski. Þannig að niðurstaðan er þá eiginlega sú að frumvarpið snertir engan nema Norðurljós. Það er augljóst að þetta eru almenn lög sem er ekki stefnt gegn neinum ákveðnum aðila.
Ansi finnst mér magnað hversu margir Sjálfstæðismenn eru að segja sig úr flokknum þessa dagana. Skrifstofan segir reyndar að þetta sé svipað og vanalega. Hafa menn þá verið að flýja Sjálfstæðisflokkinn lengi? Það hlýtur lí­ka að breyta einhverju þegar um er að ræða fyrrverandi aðstoðarmenn ráðherra, framkvæmdastjóra flokksins og formenn nefnda. Lí­klega ætlar allt þetta fólk að ganga í­ Baug en nýjustu upplýsingar herma að Samfylkingin sé einn fárra flokka sem það fyrirtæki hefur ekki styrkt. Framsóknarmenn virðast hafa svikið þá. Styrkurinn við þá átti lí­klega að vera n.k. baktrygging fyrir því­ að Framsókn léti Sjálfstæðisflokkinn ekki komast upp með hvað sem er. Kannski er þarna kominn raunverulegur verðmiði á forsætisráðherrastólinn. A.m.k. augljóst að Framsókn fær ekki krónu frá Baugi framar. (Hvernig ætla þeir þá að hafa efni á næstu kosningabaráttu?)
Að allt öðru. Ég var að setja saman ljóðahefti handa 9. bekkingunum svo hægt væri að fara að kenna þeim um myndmál og stí­lbrigði þegar ég uppgötvaði mér til sárrar gremju að sjálfum finnst mér ljóð yfirleitt óáhugaverð og leiðinleg. Á þessu eru sem betur fer nokkrar ánægjulegar undantekningar og flestar eru þær frá Andra Snæ Magnasyni. Ég læt hér fylgja eitt ljóð eftir hann sem mér finnst gott.

1. aprí­l

Marsbúinn