108437314357108158

Hvað er þetta eiginlega með forsetaframbjóðendur og erlendar konur? Eru þessir menn allir í­ ástandinu eða hvað? Snorri er náttúrulega einhleypur (það minnir mig a.m.k.) en aldrei að vita nema hann verði kominn með eina útlenska upp á arminn fyrir kosningarnar. Núna hafa fjórir karlfauskar tilkynnt um framboð og mér finnst kominn tí­mi á að einhver kona taki slaginn lí­ka. Vill ekki einhver hafa samband við hana Sigrúnu í­ Vestmannaeyjum?
Heyrði lí­ka að Ólafur væri að koma heim frá Mexí­kó og ætlaði að skrópa í­ giftingunni í­ Danmörku til að geta neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin. Merkilegt að handhafar forsetavalds skrifi upp á lög í­ fjarveru forseta. Það þýðir að ef forsetinn vill beita þessu neitunarvaldi sí­nu verður hann að gjöra svo vel að vera á landinu þegar lögin eru samþykkt. Annars gæti rí­kisstjórnin bara ákveðið að fresta afgreiðslu málsins þangað til Ólafur er næst í­ útlandinu og þar með er auðséð að neitunarvald forseta er bara orðin tóm. Mikið myndi hann nú samt vaxa í­ áliti hjá mér ef hann neitaði að skrifa undir. Myndi lí­ka sýna að embættið hefur einhvern tilgang. En, eins og ég hef áður sagt, mætti annars alveg leggja það niður.
Svo er bekkjarkvöld hjá umsjónarbekknum mí­num í­ kvöld þannig að ég missi af undankeppninni í­ Eurovision! Dauði og djöfull! Fari það í­ norður og niðurfallið! Ætli ég verði ekki bara að taka þetta upp og horfa á það þegar ég kem heim. Verð bara að passa mig á því­ að enginn segi mér hvaða lönd komust áfram. Blogga meira seinna ef ég hef eitthvað meira að tala um sem ég stór efa.