Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2004

108817115278859802

Tölvan er í­ algeru fokki. Það er mjög misjafnt hvort hægt sé að kveikja á henni eða ekki og ef það tekst er engin leið að vita hversu lengi hægt er að vera í­ henni þangað til skjárinn verður blár og skilaboðin kernel_data_inpage_error birtast og hún slekkur á sér. Eins og gefur að skilja er þetta ákaflega hvimleitt.
Dagur er farinn á skátamót. Fór í­ gær og verður í­ tjaldi út á Hömrum fram á sunnudag. Við Gulla ætlum nú að heimsækja hann á eftir og sjá hvernig hann hefur það. Það merkilega við þetta er að honum fannst það ákaflega spennandi að ganga fimm kí­lómetra með þungan bakpoka á skátamót til að tjalda og sofa þar á einangrunardýnu í­ þrjá daga og borða einhvern útilegumat. Foreldrar hans skulfu af hryllingi við tilhugsunina!
Þjóðverjar eru dottnir út úr EM og mér er eiginlega alveg sama. Þeir voru lélegir. Samt ekki eins slæmir og ítalir sem voru bæði lélegir og leiðinlegir. Englendingar eru lí­ka dottnir út en voru samt góðir (ákaflega óheppnir að tapa á móti Frakklandi). Frakkland fer í­ taugarnar á mér. Ég veit ekki afhverju. Ætli þeir vinni þá ekki bara?
Best að hætta þessu áður en tölvan frí­kar út aftur!

108782987144790788

Svo eru bara forsetakosningarnar um næstu helgi. Ég hef áður lýst áliti mí­nu á forsetaembættinu en það hefur nú samt breyst svolí­tið eftir að Ólafur neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin og sýndi þannig fram á að embættið er kannski ekki tilgangs- og valdalaust með öllu. Þar sem ég hafði nú lofað að hafa mig á kjörstað og kjósa hann ef hann hefði sig í­ þetta þá verð ég að standa við það. Hins vegar finnst mér umræðan um forsetakosningarnar og væntanlegar kosningar um fjölmiðlalögin nokkuð slæm.
Það lí­tur út fyrir að með því­ að kjósa Ólaf sé fólk að lýsa yfir stuðningi við neitunarvaldið og andstöðu við fjölmiðlalögin. Allir sem sitja heima eða skila auðu verða hins vegar túlkaðir sem stuðningsmenn Daví­ðs og fylgismenn fjölmiðlalaganna. Aldrei að vita nema sá hópur eigni sér atkvæði Baldurs lí­ka. Af þessum ástæðum einum neyðist ég til að fara og kjósa Ólaf þó að mér finnist hann ekkert sérstaklega góður forseti (þangað til nýlega). Forsetakosningarnar eru s.s. farnar að snúast um allt annað en það hvern þjóðin vill hafa sem forseta!
Það sama má segja um kosningarnar um fjölmiðlalögin. Þær koma ekkert til með að snúast um það hvort fólk sé fylgjandi þessum lögum eða ekki. Meirihluti fólks hefur aldrei séð lögin og veit varla um hvað þau fjalla. Kosningarnar munu snúast um hvort fólk er með eða á móti Daví­ð. Hvort fólk er fylgjandi eða andví­gt neitunarvaldi forsetans og sí­ðast en ekki sí­st hvort fólk sé með eða á móti rí­kisstjórninni. Fjölmiðlalögin sjálf eru orðin að algeru aukaatriði í­ þessu.
Mig grunar að Ólafur eigi eftir að koma út úr þessu öllu saman sem sigurvegari, þ.e. hann vinnur forsetakosningarnar og fjölmiðlalögunum verður hnekkt. Hins vegar munu Daví­ðsmenn túlka kjörsókn, auða seðla, lágt fylgi forsetans og andstæðinga frumvarpsins (hvert svo sem það raunverulega verður) sem stórsigur foringjans.
Það á lí­ka allt eftir að verða brjálað þegar Björn Bjarnason skipar Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara.

108743312211832153

Ég á afmæli í­ dag,
ég á afmæli í­ dag.
Ég á afmæli sjálfur!
Ég á afmæli í­ dag!

Jibbý!!! (Afhverju er jibbý skrifað með ý?)

Alltaf finnst mér jafn merkilegt þegar Vinstri-grænir fara að hamast á Ingibjörgu Sólrúnu. Núna skrifar Sverrir Jakobsson grein á Múrinn þar sem hann atast út í­ Ibbu Sól að hafa siglt undir fölsku flaggi í­ stól borgarstjóra og svo allt í­ einu stokkið alsköpuð Samfylkingarkona úr sauðargæru hlutleysisins! Einhvern vegin held ég að það hefði ekki átt að dyljast neinum sem fylgdist eitthvað með borgarmálum hvar IS er stödd í­ flokki. Enda kom hún inn í­ R-listann frá Kvennalistanum sem sí­ðan var einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Það var hins vegar kjánaskapur hjá frú Sólrúnu að átta sig ekki á því­ að það að samþykkja að taka sæti (lí­klega varaþingmanns eins og sí­ðar reyndist) myndi espa móðursjúka leiðtoga samstarfsflokkanna upp og gefa þeim tylliástæðu til að dömpa henni.

Vinstri-grænir í­ Reykjaví­k gleyma því­ lí­ka að þeir lí­kt og Framsóknarmenn eiga völd sí­n í­ Reykjaví­k að verulegu leyti Ingibjörgu að þakka. Ég held ekki að þessir flokkar hafi í­ raun það fylgi í­ borginni sem réttlætir hlutfallsleg völd þeirra innan R-listans. Þar kom Ibba til og tryggði þetta jafnvægi sem Sverrir rómar svo mjög. Ég þori eiginlega að fullyrða að án Ingibjargar væru Vinstri-grænir hjáróma minnihlutasveinn (írni Þór) í­ borgarstjórn Reykjaví­kur og hvergi afl á landsví­su nema á Tjörnesi, heimasveit Steingrí­ms J. Sigfússonar. Þessi gagnrýni um foringjastjórnmál frá flokknum sem lét prenta andlit leiðtoga sí­ns á boli er lí­ka mjög undarleg. Þó er Steingrí­mum með eindæmum skemmtilegur, rökfastur og áhugaverður pólití­kus (sem því­ miður verður ekki sagt um Ingu Sól sí­ðustu mánuði). Eini gallinn er sá að aðrir þingmenn Vinstri-grænna afla flokknum mests fylgis með því­ að þegja.

Sjálfur vil ég samt segja að ég hef mjög gaman af Vinstri-grænum og látunum í­ þeim. Íslensk stjórnmál væru vissulega leiðinlegri ef þeirra nyti ekki við. Að þessu leiti eru þeir svolí­tið eins og Minardi í­ formúlunni.

108734602451090225

Ég hef merkilega lí­tið orðið var við umræðuna um að það sé ekkert hægt að horfa á sjónvarpið meðan EM er í­ gangi. Endalaus bolti og ekkert nema bolti. Nema þegar það er gert hlé til að sýna Formúluna. Það ætti hins vegar að taka hana af dagskrá þangað til M. Schumacher er hættur að skemma hana fyrir okkur sem höldum alltaf með lí­tilmagnanum. Mér finnst eins og þessi kvartanakór hafi alltaf verið fylgifiskur svona keppna, HM, EM, ÓL, Gullmóta o.s.frv. Sakna hans eiginlega svolí­tið.

Sjálfur hef ég ekki gaman af því­ að horfa á fótbolta (nema mörkin, svo markaregn í­ lok dags dugir mér alveg) og hef heldur ekki gaman af fótbolta nema úrslitunum. Kannski stafar þetta af því­ að ég held með Þýskalandi og þýsk knattspyrna er náttúrulega með eindæmum leiðinleg (Held ég). Ég hef a.m.k. aldrei enst til að horfa á hana og reyndar ekki enska, í­talska eða spánska heldur svo það er kannski ekki að marka. Ég veit ekki alveg af hverju í­ ósköpunum ég fór að halda með Þýskalandi. Kannski er það af því­ að tveir af bestu vinum mí­num eru hálf-þýskir og ég á ógleymanlegar minningar af að horfa með þeim á eitthvert knattspyrnumót ’88 eða ’90. Lí­klega hefur það verið HM ’90. Var að fletta því­ upp að Þjóðverjar unnu það árið. Það er þó frekar hegðun og atferli þessara tveggja vina minna sem ég man eftir en leikirnir.

Svo langaði mig að gera voðalega ljóðrænn og skella fram ljóðum í­ þessu bloggi en komst svo að því­ að það er hégómi og eftirsókn eftir vindi.

Fuglene flyver i flok
ní¥r de er mange nok.

Nina er gí¥et i bad
og jeg spiser ostemad.

Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.

Ég er bara svo hégómlegur.

108661430763711021

Vá hvað það er orðið langt sí­ðan ég bloggaði sí­ðast. Maður er náttúrulega búinn að vera að standa í­ flutningum og svoleiðis, svo er verið að mála núna og tölvan ekki komin upp ennþá. íkvað að stelast í­ tölvuna hjá tengdó til að svala uppsafnaðri þörf.

Það er náttúrulega að bera í­ bakkafullan lækinn að fara að tala um fjölmiðlalögin og það allt. Verð samt að koma því­ á framfæri að ég er frekar ánægður með Ólaf að hafa neitað að skrifa undir. Sýndi þannig fram á að forsetaembættið er ekki tilgangslaust með öllu. Ráðherrarnir vilja nú breyta því­ með því­ að endurskoða stjórnarskrána og taka þetta vald af forsetanum. Ég er sammála þeim að það á að endurskoða stjórnarskrána, en tilgangur þeirrar endurskoðunar hlýtur þó að vera að tryggja betur þrí­skiptingu valdsins og stöðva þessa þróun sem hefur verið að framkvæmdavaldið (ráðherrarnir) hafa tekið sér löggjafarvaldið og virðast mjög ósáttir að hafa ekki dómsvaldið (þó þeir reyni að öðlast það með því­ að skipa frændur sí­na sem dómara). Breytingar á stjórnarskrá þyrftu að tryggja sjálfstæði Alþingis og dómstóla, tryggja eftirlitshlutverk forseta (e.t.v. setja framkvæmdavaldið í­ hans hendur?) og brjóta niður ráðherravaldið (t.d. með því­ að banna þeim að gegna þingmennsku, láta kjósa framkvæmdavaldið beint, banna þeim að leggja fram lög (láta stofnanir Alþingis um að smí­ða lagafrumvörp), láta forseta, Alþingi og ráðherra þurfa að skipa dómara í­ sameiningu o.s.frv.). Það sem mér finnst vanta í­ þetta er svolí­til svona checks and balances, þar sem ein hlið valdsins hefur gætur á hinum og getur stöðvað þær ef í­ óefni er komið.

Burtséð frá því­ er aragrúi fáránleika sem hefur herjað á þjóðina sí­ðustu daga og ég hef fullt að segja um en nenni því­ eiginlega ekki núna. Veðrið er of gott.