Ég á afmæli í dag,
ég á afmæli í dag.
Ég á afmæli sjálfur!
Ég á afmæli í dag!
Jibbý!!! (Afhverju er jibbý skrifað með ý?)
Alltaf finnst mér jafn merkilegt þegar Vinstri-grænir fara að hamast á Ingibjörgu Sólrúnu. Núna skrifar Sverrir Jakobsson grein á Múrinn þar sem hann atast út í Ibbu Sól að hafa siglt undir fölsku flaggi í stól borgarstjóra og svo allt í einu stokkið alsköpuð Samfylkingarkona úr sauðargæru hlutleysisins! Einhvern vegin held ég að það hefði ekki átt að dyljast neinum sem fylgdist eitthvað með borgarmálum hvar IS er stödd í flokki. Enda kom hún inn í R-listann frá Kvennalistanum sem síðan var einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Það var hins vegar kjánaskapur hjá frú Sólrúnu að átta sig ekki á því að það að samþykkja að taka sæti (líklega varaþingmanns eins og síðar reyndist) myndi espa móðursjúka leiðtoga samstarfsflokkanna upp og gefa þeim tylliástæðu til að dömpa henni.
Vinstri-grænir í Reykjavík gleyma því líka að þeir líkt og Framsóknarmenn eiga völd sín í Reykjavík að verulegu leyti Ingibjörgu að þakka. Ég held ekki að þessir flokkar hafi í raun það fylgi í borginni sem réttlætir hlutfallsleg völd þeirra innan R-listans. Þar kom Ibba til og tryggði þetta jafnvægi sem Sverrir rómar svo mjög. Ég þori eiginlega að fullyrða að án Ingibjargar væru Vinstri-grænir hjáróma minnihlutasveinn (írni Þór) í borgarstjórn Reykjavíkur og hvergi afl á landsvísu nema á Tjörnesi, heimasveit Steingríms J. Sigfússonar. Þessi gagnrýni um foringjastjórnmál frá flokknum sem lét prenta andlit leiðtoga síns á boli er líka mjög undarleg. Þó er Steingrímum með eindæmum skemmtilegur, rökfastur og áhugaverður pólitíkus (sem því miður verður ekki sagt um Ingu Sól síðustu mánuði). Eini gallinn er sá að aðrir þingmenn Vinstri-grænna afla flokknum mests fylgis með því að þegja.
Sjálfur vil ég samt segja að ég hef mjög gaman af Vinstri-grænum og látunum í þeim. Íslensk stjórnmál væru vissulega leiðinlegri ef þeirra nyti ekki við. Að þessu leiti eru þeir svolítið eins og Minardi í formúlunni.