109240723329376160

Ekkert sund í­ gær. Ætla samt núna á eftir þegar ég er búinn í­ vinnunni. Fáránlegt að vera farinn að vinna 13. ágúst! Hefði reyndar ekki þurft þess endilega. Það er nefnilega endurmenntunardagur í­ dag og námskeiðið sem ég ætlaði á var fullt svo ég hef daginn eiginlega bara fyrir mig. Djöfull er bil takkinn á þessu lyklaborði að gera mig brjálaðan!

Ég hef ekki hlustað á tónlist af alvöru sí­ðan ég var táningur. Tek eftir því­ samt að fullt af fólki á mí­num aldri er enn að hlusta á tónlist! Ég hélt að þetta væri eitthvað sem maður yxi upp úr. Ég lækka alltaf í­ útvarpinu þegar tónlistin kemur og grét sáran þegar útvarp Saga hætti að útvarpa á Akureyri. Ekki vegna þess að það væri svo gott talútvarp heldur út af því­ að það var eina talútvarpið!

Smá listi samt yfir uppáhaldslögin mí­n og hljómsveitir þegar ég var táningur.

1. The Smiths. Uppáhaldsplatan mí­n er The Queen is dead/The World Wont Listen (þetta er nánast sama platan). Fullt af perlum.
2. Fine Young Cannibals. Ég man ekki hvað platan hét sem ég átti en á henni voru m.a. lögin She Drives me Crazy og Johnny Come Home.
3. Frankie Goes to Hollywood. Besta platan þeirra var náttúrulega Welcome to the Pleasuredome
4. Curiosity killed the Cat. Platan sem ég átti hét Keep Your Distance og þar var að finna perlur á við Misfit, Down to Earth og Curiosity Killed the Cat
5. Thomas Dolby. Þessi var nú ekki mjög frægur en átti þó lagið Airhead. Platan hét Aliens ate my Buick og var með flottasta cover ever!
6. Þessu er alveg stolið úr mér svo kannski þið getið hjálpað. Mað brot úr texta sem var einhvern vegin svona:
I woke up in ? ? ?
? ? ? With a tattoo upon my hand.
Are you looking at me now ? ? ?
? ? ? May I please sing a long.
And I. I couldn’t have said it if I didn’t mean it.
? ? ? and I fall to pieces.
So easily.

Ef einhver veit hvað þetta er endilega segja mér frá því­ hér í­ kommentunum!

Einnig hafði ég gaman af The Young Ones sem voru grí­nþættir á BBC. Leikararnir gáfu út lag og við vinirnir kunnum það utanað og sungum með. Textinn var svona:
I looked in the sky
where an Elephant’s eye
was looking at me
from a bubblegum tree!
and all that I knew was:
the hole in my shoe, which…
was letting in water!

I walked through a field
it just wasn’t real
with one hundred tin soldiers
who stood at my shoulder!
and all that I knew was:
the hole in my shoe, which…
was letting in water!

I climbed on the back of a giant albatross
which flew through a crack in the cloud
to a place where happiness reigned…
all year ’round
the music played ever so loudly!

I started to fall
and suddenly woke
and the dew on the grass
had soaked through my coat!
and all that I knew was:
the hole in my shoe, which…
was letting in water!

Letting in Water!!!

Þetta lag var upphaflega með hljómsveitinni Traffic að ég held.

P.S. Þið verðið að afsaka að það vantar alla linka í­ þetta blogg en linkahnappurinn í­ Blogger virðist vera eitthvað bilaður og ég kann ekki að setja þá inn handvirkt (og nenni því­ ekki heldur).