Er það bara ég eða finnst einhverjum fleirum það undarlegt að nota fyrsta vinnudag kennara eftir sumarfrí í að láta þá sitja frá 9-4 undir fyrirlestri um spurningar og heimspekikennslu? Ég veit að það er ólíklegt en það gæti þó verið að einhver hafi mætt í vinnuna frekar jákvæður og vinnufús að fara að skipuleggja veturinn, fara yfir námsgögn, útbúa áætlanir, námsmat og innkaupalista (sem liggja frammi í ritfangaverslunum bæjarins frá flestum skólum nema Giljaskóla), gera stofur klárar o.s.frv. Mér þykir líklegt að innri áhugahvöt þeirra kennara hafi verið slökkt í dag. Annars ætla ég að reyna að blogga sem minnst um vinnuna í vetur. Nema þá kannski verkfallið ef það verður.
Davíð ætlar í utanríkismálin. Það var slæm ákvörðun. Enda fagna engir nema Vinstri-grænir sem sjá fram á að Evrópusambandsumræðan verði þá a.m.k. drepin í 2 og 1/2 ár í viðbót. Ég vona að það hafi opnað augu margra fyrir raunveruleikanum að heyra Steingrím mæra Davíð í fréttunum um helgina. Þetta er skítapakk þetta vinstri-græna lið. (Á þessa fullyrðingu ber að líta sem merki um líðan mína eftir daginn í dag í vinnunni frekar en raunverulegt álit mitt á þeim vinstri-grænum sem ég þekki).
ZZZZZZZZZZ best að fara að elda kjötbollur áður en ég sofna ofan í lyklaborððdæ dsmapvvvvvvvvvvvv