109290032982974593

Nú verða í­þróttakartöflurnar í­ vinnunni óþolandi í­ dag. Það eru svona úrslit í­ leikjum á áratugafresti (er ekki annars áratugur frá jafnteflinu við Frakka?) sem auka á vandann hérlendis og viðhalda vonarneistanum meðan Ísland tapar fyrir öllum alvöruþjóðum í­ fótbolta næstu tí­u árin. Það verður annars fróðlegt að heyra hvernig menn taka þessu á ítalí­u. 2 – 0 tap gegn Íslandi eftir arfaslakt gengi á EM í­ sumar hlýtur að vera martröð í­talskra fótboltabulla. Verð að reyna að finna eitthvað um það í­ dag.