109351345756030312

Skólagjaldaumræðan er komin á fullt og sérstaklega er hnýtt í­ Samfylkinguna að halda opinni hugmyndinni um skólagjöld á framhaldsnám á háskólastigi. Við vitum að Sjálfstæðismenn vildu hafa skólagjöld á allt nám ef þeir fengju að ráða og Vinstri-grænir vildu hafa þetta allt frí­tt. Framsóknarmenn er erfiðara að meta. Ætli þeir vilji ekki bara hafa skólagjöld þar sem flestir vilja hafa þau en sleppa þeim annars staðar.
Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég er ekki viss. Nú eru skólagjöld á öllum skólastigum á Íslandi. Allir leikskólar innheimta skólagjöld. Nokkrir grunnskólar og framhaldsskólar og margir háskólar. Lí­klega má færa fyrir því­ rök að það sé eðlilegra að borga skólagjöld eftir því­ sem ofar dregur í­ menntakerfinu, þar sem fullorðið fólk er að sækja sér starfsnám. Því­ skýtur það skökku við að það skuli vera í­ leikskólanum þar sem allir skólarnir innheimta þessi gjöld. En ætti það þá að vera þannig að leikskólarnir væru frí­ir, grunnskólarnir innheimti efniskostnað, svo bætist við skráningjargjöld og svo alvöru skólagjöld í­ háskóla eða framhaldsnámi á háskólastigi? Myndi þá einhver læra að verða iðjuþjálfi ef það þyrfti að borga of fjár fyrir að vera á lágum launum það sem eftir er lí­fsins? Ég er ekki viss. Mér finnst lí­ka að ákveðin grunnmenntun eigi að vera ókeypis. En mér finnst lí­ka að fyrir ákveðna menntun eigi að borga. Segjum sem svo að ég ákveði allt í­ einu að læra að aka rútu. Það eru engin rök fyrir því­ að samfélagið borgi það nám fyrir mig.
A.m.k. held ég að meira að segja Vinstri-grænir samþykki að sumt nám eigi ekki að vera ókeypis, t.d. flugnám, meira-prófs nám, skipstjórnarréttindi, meðferð skotvopna, o.s.frv. Eru þá einhver rök fyrir því­ að það sé frí­tt að verða prestur, tannlæknir, jarðfræðingur eða lögmaður. (Fyrir nú utan að nám kostar alltaf sitt þó engin séu skólagjöldin!)
En að hverju hef ég þá komist?
a) Skólagjöld eru til staðar á öllum skólastigum en gjörsamlega tilviljunarkennt og engin rök fyrir því­ hvar þau eru.
b) Það er ómögulegt að bjóða upp á allt nám frí­tt. Einhversstaðar verður að draga mörkin.
c) Margt nám á háskólastigi er það óhagkvæmt að óréttlátt væri að innheimta skólagjöld fyrir það. Samt er það þjóðhagslega mikilvægt, sbr. félagsráðgjafa, þroskaþjálfa o.fl.
En, ætlar þá einhver að taka það að sér að skilgreina hvaða nám sé þjóðhagslega mikilvægt og rukka fyrir hitt?
Svo er spurning hvort það eigi ekki bara að ákvarða skólagjöld miðað við útreiknaða arðsemi náms. Þannig yrðu há skólagjöld í­ læknisfræði og verkfræði en fólk fengi borgað fyrir að fara í­ kennaramenntun eða sjúkraþjálfun (enda skilst mér að arðsemin af því­ námi sé neikvæð. Fólk beinlí­nis tapi á því­ að fara í­ þetta nám). Það er þó hugmynd. Ég er samt enn ekki viss.