Þá er Geir kallinn Haarde búinn að skipa Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara. SURPRISE, SURPRISE!
Ég hafði mig loks í að útbúa ársreikningana (eða rekstrarreikninginn eins og þetta á víst að heita) um miðnæturbilið í gær og var að þangað til klukkan var að verða sex. Þá gekk dæmið að vísu ekki enn alveg upp en það var vegna þess að mig vantaði reikningsyfirlit frá því í nóvember á síðasta ári. Hins vegar fannst mér ekki taka því að fara að sofa svo ég skellti mér bara í sturtu og hékk svo á netinu þangað til Gulla fór á fætur. Skutlaði henni svo í vinnuna, vakti strákana, náði í yfirlitið í bankann og kláraði reikninginn. Mér til mikillar furðu þá gekk þetta alveg upp að lokum og gjöldin að viðbættri innistöðuni í upphafi tímabils var sama upphæð upp á krónu og tekjurnar plús innistaðan núna! Það hefur mér alltaf fundist vera eins og einhver galdur þegar maður fær svona rekstrarreikninga í hendurnar. Svo komu endurskoðendurnir kl. 13 og fóru yfir þetta hjá mér og sögðu að þetta væri bara allt í fína og tip top og allt og ég gat varla hamið mig af sjálfsánægju. Litlu verður Vöggur feginn. Svo fór ég heim og spilaði Trivial Pursuit við strákana mína og núna er ég að fara að elda kvöldmat (ég veit að klukkan er bara fimm) og svo ætla ég að fara að sofa!
Góða nótt.