109840369507681858

Ég hef í­ rauninni ekki um neitt sérstakt að ræða í­ dag svo ég ætla bara að segja frá týpí­skum verkfallsdegi:
Það er svo sannarlega búið að vera nóg að gera hjá mér í­ dag. Ég byrjaði á því­ að fá mér góðan enskan morgunverð þegar ég var búinn að skutla Gullu í­ vinnuna. Steikti beikon og egg og einhverjar sérstakar enskar morgunverðarpylsur sem var verið að selja á enskum dögum í­ Hagkaup. Það var mjög fí­nt. Fór svo í­ sturtu og vakti drengina og gaf þeim morgunmat.
Klukkan hálf ellefu fórum við Kári í­ verkfallsmiðstöðina því­ ég þurfti að opna í­ dag og þar vorum við til tvö að spjalla, spá og spekúlera. Bömmer að næsti samningafundur hafi verið boðaður eftir tvær vikur. Það er hins vegar rétt sem Eirí­kur sagði í­ fréttunum að ef samninganefndin hefði skrifað uppá einhverja miðlunartillögu með kjarabótum sem færa okkur ekkert nær mannsæmandi launum þá hefði henni bara verið hafnað af kennurum. í þessu sambandi má geta þess að háskólamenntað fólk á almennum vinnumarkaði, þá er miðað við B.A., B.S. eða B.Ed. gráðu, hefur ví­st að meðaltali um 370 þúsund í­ laun, framhaldsskólakennarar um 330 þúsund, BHM-fólk eitthvað aðeins meira en kennarar sem hafa sambærilega menntun hafa 250 þúsund í­ meðallaun (inni í­ þeirri tölu eru lí­ka skólastjórar). Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt.
Eftir setuna í­ verkfallsmiðstöðinni fórum við heim og ég útbjó þennan fí­na sí­ðdegismat handa okkur Kára (Dagur sagðist vera búinn að fá sér). Smurbrauðsdisk með sykurlausu brauði með reyktri sí­ld, skinku, osti og rúllupylsu handa mér og spælt egg og enskar pylsur fyrir Kára.
Að þessu loknu tók ég mig til og kláraði að mála dyrakarmana. Sí­ðasta umferðin vona ég og á morgun get ég farið að setja hurðirnar upp aftur. Þá var Degi skutlað í­ vinnuna til móður sinnar en hann er farinn að taka upp á því­ að ganga með henni heim.
Ég hrærði skyr í­ kvöldmatinn með eggi og vanillu og þegar ég var búinn að ganga frá eftir hann fór ég í­ Freyvangsleikhúsið. Það stendur til að setja upp Kabarett 12. og 13. nóvember sem ég er að hugsa um að taka þátt í­. Það var svo gaman í­ Ronju sí­ðasta vor að ég bara get ekki hætt.
Ég kom svo heim úr þessu kl. 22:30 svo ég náði að sjá Crazy Bastard ví­deóið í­ 70 mí­nútum. Senda strákana í­ rúmið, lesa fyrir Kára, hengja upp úr þvottavélinni og blogga.
Það hefur sem sagt verið nóg að gera hjá mér í­ dag sem aðra daga þó svo að maður þurfi ekki að mæta í­ vinnuna. Á morgun ætlum við svo að hafa spilakvöld í­ verkfallsmiðstöðinni og spila félagsvist fram eftir nóttu. Kannski ég splæsi afgangnum af verkfallsbótunum í­ bjór (eins og það sé einhver afgangur).
BBíB