109904457133951152

Þá er komin fram miðlunartillaga og skólastarf hefst að nýju á mánudaginn. Enn sem komið er hafa ekki borist upplýsingar um hvað felist í­ miðlunartillögunni. En ansi er ég hræddur um að ekki sé komið að fullu til móts við þær kröfur kennara um laun sem þó var nú þegar búið að lækka. Orðrómur segir að eini markverði munurinn á þessari tillögu og þeirri sí­ðustu sé að eingreiðslan sé hækkuð. Sem sagt óviðunandi launahækkun og reynt að kaupa kennara til fylgislags með glópagulli. Vonandi er þessi orðrómur ekki réttur en ef það er flugufótur fyrir honum er ég hræddur um tvennt:
a) Kennarar átti sig á því­ að tilboðið er slæmt en treysti sér ekki að fella það og halda verkfallsaðgerðum áfram. í því­ tilfelli getum við búist við nákvæmlega sömu stöðu og er nú í­ gangi eftir þrjú ár.
b) Kennarar átti sig á því­ að tilboðið er slæmt og hafi dug í­ sér til að fella það. Þá er ljóst að verkfall mun vara þangað til kennarar fá sambærileg laun við aðrar háskólamenntaðar stéttir.
Auðvitað vonum við að hvorugt af þessu sé rétt og að miðlunartilboðið sé mjög gott. Þá geta skólanir starfað eðlilega út veturinn og allir verið happy ever after.