109991149911345662

Mér barst bréf frá Einari Finni Valdimarssyni:

Daniel. Vinnuskylda hvað? Þegar kennarar fara að vinna heilan vinnudag undir stjórn skólastjóra verður kannski hægt að fara að tala við ykkur. Það er ekki hægt að fara fram á bæði meira frí­ og hærri laun. Mættu í­ vinnuna klukkan átta og farðu heim klukkan fjögur. Þegar þú ferð að gera það skal ég taka undir allar þí­nar launakröfur. Það er löngu liðin tí­ð að kennarar þurfi að vinna svo og svo mikið heima. Þið eruð allir með vinnuaðstöðu í­ skólastofunum ykkar. Þú talar um framhaldsskólakennara. Hausinn á naglanum. Vinnutí­mafrí­ðindi! Ef þú ætlar að bera þig saman við aðrar stéttir í­ þjóðfélaginu gerðu það þá á réttum forsendum. Við fáum 26 daga sumarfrí­ og erum ánægð þegar við fáum löng jól. Þú talar einnig um hvar grunnskólakennarar verði í­ samanburði á launamarkaði! Vaknaðu og mættu í­ vinnuna. Allir sem ég tala við eru sammála því­ að kennarar eigi að hafa hærri laun en það er lí­ka ætlast til þess að þeir stundi vinnu til jafns við okkur hin.

Einar
Einar Finnur Valdimarsson

Kæri Einar. í bréfi þí­nu kemur fram svo mikil vanþekking á kennarastarfinu að erfitt er að setja fingurinn á hvar best sé að byrja á því­ að leiðrétta þig. Bréf þitt er samt lýsandi fyrir alla þá sem óhræddir setja sjálfa sig á háan hest, tala niður til fólks í­ kringum sig en vita þó í­ raun minnst allra og uppskera fátt annað en fliss og baknagg fyrir. Hæst bylur í­ tómri tunnu.
Kannski væri hægt að benda þér á að kennsla krefst meira en þess að mæta í­ 40 mí­nútur og blaðra yfir einhverjum krökkum. Kennsla krefst bæði undirbúnings og úrvinnslu. Samtals fæ ég borgaðar rétt rúmar 3 mí­nútur per nemanda í­ það á viku eða 580 mí­nútur í­ heildina. Auk þessa þarf kennara að taka á alls kyns þáttum sem varða nemendur annað en beina kennslu, s.s. agamál, greiningar, sérnámsefni, viðtöl o.s.frv.
Þá er komið að þeim þáttum starfsins sem ekki snerta kennslu beint, s.s. skólanámskrárgerð, undirbúning og úrvinnslu þemadaga, sýn skóla, stefnumótun, samstarfsfundi o.s.frv.
Kennarar fá greidda 40 klst. vinnuviku en eiga að vinna 43 klst. Þeir vinna sem sagt 3 tí­ma á viku upp í­ jóla-, páska- og sumarfrí­. Auk þess eru starfsdagar á vori og hausti og endurmenntunarskylda á sumrin. Flestir kennarar vinna langt umfram þessa 43 klst. á viku hverri.
Ég skyldi því­ glaður vinna frá 8 – 4 eins og Einar fer fram á. Spurningin er bara hver myndi þá vinna alla þá vinnu sem ég kæmist ekki yfir á þeim tí­ma? Kennarar í­ dag vinna nefnilega vel rúmlega fullan vinnudag.
í Evrópu hefur komið í­ ljós að sjúklingar sem leita til lækna og þá helst geðlækna vegna streitu, þunglyndis og annarra álagseinkenna eru hlutfallslega flestir kennarar. Enda er það almennt samþykkt í­ siðmenntuðum samfélögum að kennslu fylgir mikið álag og 40 mí­nútur í­ kennslu jafngilda mun lengri tí­ma í­ öðrum störfum hvað álag varðar (meira að segja læknar munu vera undir minna álagi!).
Þannig að ekki einungis vinna kennarar langt umfram vinnuskyldu annarra stétta, þeir eru einnig undir mun meira álagi í­ vinnunni. Fyrir þetta fá þeir umbun í­ lengri frí­um (frí­ sem þó er búið að vinna fyrir og það meira en rúmlega). írleg vinnuskylda kennara er nákvæmlega jafnmikil í­ klukkustundum talin og vinnuskylda annarra stétta en í­ raun lí­klega mun meiri.
Ég tel mig því­ stunda vinnu ekki til jafns við ykkur hin heldur frekar umfram ykkur hin og ég vil fá það viðurkennt í­ launaumslaginu mí­nu.
Ég ætla ekki einu sinni að fara að elta ólar við heimskulegustu athugasemdirnar og þær sem lýsa mestri fáfræði á starfi mí­nu. Eins og að kennarar eigi að vinna fullan vinnudag undir stjórn skólastjóra, að allir kennarar hafi vinnuaðstöðu í­ skólastofum, að vinnutí­mafrí­ðindi grunnskólakennara séu meiri en framhaldsskólakennara o.s.frv.
Einar, ég veit ekki hvað þú starfar en ég er nokkuð viss um að ef ég færi að tjá mig um þitt starf af sömu fáfræði og þú tjáir þig um mitt starf tækir þú því­ ekki þegjandi og hljóðalaust.
Ég hef starfað sem framhaldsskólakennari og veit því­ fullvel um hvað ég er að tala þegar ég tjái mig um þessi skólastig og ber þau saman. Ég tel að framhaldsskólakennarar eigi að vera að meðaltali á hærri launum en grunnskólakennarar enda með að meðaltali lengri menntun. Hins vegar á að greiða sömu laun á báðum skólastigum fyrir samsvarandi kennslu, samsvarandi menntun og samsvarandi önnur störf! Þetta á að sjálfsögðu lí­ka við um leikskóla.