110519938840328486

Það er alltaf gaman að fylgjast með auglýsingunum í­ blöðunum eftir áramótin. Búðir sem auglýstu hátí­ðarmat og konfekt af miklum móð fyrir hátí­ðirnar auglýsa nú af engu minni krafti en áður heilsuvörur og bætiefni. Lí­kamsræktarstöðvar, jógaklúbbar og í­þróttafélög auglýsa svo heilsuræktarátök, brennslunámskeið og hvað eina á fullu. í dagskrárblöðunum hérna á Akureyri er varla hægt að finna annað en auglýsingar af þessu tagi og Herbalifeliðið er skriðið út úr skápunum á nýjan leik og auglýsa mikla tekjumöguleika.
Undarlegt. Mér hefur margoft gefist kostur á að fara að selja Herbalife en það hefur aldrei nokkur maður reynt að selja mér efnið sjálft.
Það væri gaman að vita hversu margir falla fyrir þessum auglýsingum og byrja á einhverju svona lí­kamsræktar-, heilsufæðis- eitthvað, lí­ka hversu margir halda það út og eru ekki hættir innan þriggja mánaða. Þetta virðist vera stór hópur, miðað við allan auglýsingafjöldann, sem byrjar á þessu í­ janúar á hverju einasta ári en dettur út þar á milli. Verður maður samt ekki að vona að flestum gangi þetta í­ ár.
Sjálfum veitti mér ekki af því­ að losna við nokkur kí­ló og taka upp heilbrigðari lifnaðarhætti, fara að hreyfa mig meira og svona. Verst hvað þetta hljómar allt skelfilega. Það er heldur ekki sniðugt að byrja of bratt á þessu held ég því­ þá gefst maður bara upp. í gærkvöld fékk ég mér eina skál af í­s og fékk mér svo ekki aftur þó í­sinn væri ekki búinn! Það er sigur og bæting af minni hálfu. Halda svona áfram!