111132916982208907

Nýja Eurovisionlagið er OK. Það er samt voðalega ósérstakt eitthvað og litlaust þannig að ekki er það nú sigurvænlegt. Ég efast um að það komist áfram úr forkeppninni. En ég hef náttúrulega ekki heyrt hin lögin svo ég veit ekki alveg við hvað það er að fara að keppa. Það er reyndar í­ því­ ákveðinn balkneskur andi sem gæti fleytt því­ áfram á stigum frá Júgóslaví­u, Rúmení­u, Albaní­u, Makedóní­u og svoleiðis löndum. Ég er að hugsa um að kí­kja á Eurovisionlögin sem eru komin á netið yfir páskana.
Formúlan var bara mjög skemmtileg. Gaman að sjá hvað Ferrari gengur illa. Það verður reyndar ekki gaman ef Renault ætlar að halda þessum yfirburðum út árið en við vonum að hin liðin fari að geta veitt þeim einhverja samkeppni. MacLaren voru óheppnir að það skyldi springa hjá Rí¤ikonnen annars hefði hann lí­klega tekið 3. – 4. sætið. Hins vegar hljóta BAR menn að vera orðnir uggandi um sitt gengi. Báðir bí­larnir duttu úr keppni og meistaradraumar Jensens virðast vera brostnir.
Það voru lí­ka tvær sýningar á Taktu lagið Lóa um helgina, næstum fullt á freysdaginn og uppselt á laugardaginn. Þetta er besta aðsóknin sem við höfum fengið til þessa og lí­klega að rætast það sem Iggó gjaldkeri sagði að þetta færi að glæðast þegar Idolið væri búið.
Núna er ég farinn að hlusta á Eurovisionlög….