Þvílíkt klúður. Fyrsti Eurovisionkynningarþátturinn í sjónvarpinu í kvöld og ég á enn eftir að blogga um heil átta lög. Ég verð þá bara að blogga um þau núna. Fyrst er…
Spánn: Þetta lag minnir alveg svakalega mikið á Ketchup-lagið sem var vinsælt hérna um árið. Ég man ekki hvort það var hljómsveitin eða lagið sem hét Ketchup en það skiptir líka engu máli. Mjög grípandi en mér finnst þetta ekki mjög skemmtilegt. ílíka og íslenska lagið.
Slóvenía: íkaflega rólegt og fallegt lag hér á ferð. Byrjunin minnir mig á eitthvert íslenskt lag sem ég man ekki hvert er. Annars er þetta voðalega huggulegt en óeftirminnilegt. Maður hefur heyrt hundrað svona lög í Eurovision. Verra en íslenska lagið.
Júgóslavía: Þetta byrjar vel og hefur þennan júgóslavneska balkananda yfir sér sem er svo heillandi og aðrar þjóðir, þ.á.m. Ísland eru að reyna að ná núna. En svo fjarar þetta einhvernvegin út nema rétt á meðan fiðlan kemur með stefið öðru hvoru. Lakara en íslenska lagið.
Rússland: Þetta lag er voðalega amerískt. Ég veit ekki hvaða lög þetta minnir á en kvikmyndin Ugly Coyote kemur upp í hugan. Þetta er samt ágætis melódía, svolítið rokkað og flott. Ég er ekki frá því að þetta sé með því betra sem ég hef heyrt í keppninni. Talsvert betra en íslenska lagið.
Rúmenía: Flautukaflinn í upphafi getur valdið gæsahúð og minnir talsvert á lagið Nocturne sem vann fyrir Noreg hérna um árið. Að öðru leyti eiga þessi tvö lög ekkert sameiginlegt. Þetta er vissulega grípandi og kraftmikið en heldur er nú lagasmíðin og textagerðin undirseld meðalmennskunni. Verra en íslenska lagið.
Pólland: Pólverjar leita líka á balkönsk mið í sinni lagasmíð. Skemmtilegt hvernig svona tískustraumar ganga í bylgjum í Eurovision. Fyrir ekki löngu voru það fiðlur og þá helst með einhverri tilvísun í írska þjóðlagatónlist. Þetta er meira svona grískt-sígaunst og minnir á Zorba. Algjörlega andlaust, n.k. copy-paste lag. Umtalsvert verra en íslenska lagið.
Noregur: Norðmönnum hefur nú verið spáð góðu gengi í keppninni í ár og lagið er vissulega skemmtilegt. Veit samt ekki alveg hvort lag sem maður hefði giskað á að væri frá 9. áratugnum með einhverri Jon Bon Jovi wannabee-hljómsveit eigi eftir að gera það gott í Eurovision. En allir sem fíluðu Living on a Prayer, The Final Contdown, St.Elmos Fire, Eye of the Tiger o.s.frv. eiga eftir að fíla þetta. Svona álíka og íslenska lagið.
Mónakó: Lag á frönsku! Það finnst mér alltaf voðalega sætt. Þetta lag hljómar svolítið eins og það sé tekið úr Disney-mynd og fyrst þegar ég heyrði það heyrðist mér verið að syngja um Tour de France (Tout de moi heyrist mér hún syngja núna?) en það reyndist misheyrn. Lagið er samt mjög huggulegt og sætt en á varla raunhæfa möguleika. Hefði kannski meikað það á 7. áratugnum. Ekki líklegt til að slá íslenska laginu við.
Nú ætla ég að horfa á fyrsta kynningarþáttinn á eftir og láta svo vita aftur hvað mér finnst en ég treysti mér ekki til að spá um það hvaða lög komast upp úr forkeppninni fyrr en ég er búinn að sjá alla þættina. Eins og er er ég hrifinn af: Hollandi, Noregi og Sviss af þeim löndum sem eru í forkeppninni. Miðað við það sem ég hef heyrt er íslenska lagið bara með þeim betri og a.m.k. ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir okkur að komast í aðalkeppnina.
BBíB.