111429577685220849

Þá er fyrsti kynningarþátturinn búinn og heldur var hann nú slappur. Þar sem ég er búinn að fjalla um lögin þá einbeiti ég mér kannski meir að ví­deóunum og flytjendunum.

Austurrí­ki: Sniðug hugmynd að tengja ví­deóið svona við 6. og 7. áratuginn en ég held að það gangi ekki upp á sviðinu. Lagið enn sem fyrr ótrúlega fyndið og sýrt. Ég hefði gefið 3

Litháen: Þetta var æðislegt show. Blysin flott og glimmerblaðadraslið sem rigndi yfir þau í­ lokin frábært. Minni enn á samúð mí­na með ræstitæknunum sem taka til eftir svona atriði. Kjóll söngkonunnar var svona ekta gulur tí­griskjóll frá ’84 (Var ekki stelpa í­ svona kjól framan á einhverri eití­ssafnplötu?) en hún hafði því­ miður enga útgeislun. Ég hefði gefið 2

Portúgal: Nú finnst mér Portúgal hafa slegið feilnótu. Hingað til hafa þeir sent flott lög á portúgölsku sem aldrei hafa fengið nein stig en nú senda þeir sæmilegt lag á ensku sem fær engin stig. Flytjendurnir samt sætir krakkar. Ég sakna hins vegar portúgölskunnar sem á alveg ótrúlega flott hljóð. Ég hefði gefið 1

Moldaví­a: Djöfull voru þessir ljótir og illa klæddir. Lagið lí­ka slæmt en samt ákaflega skemmtilegt og öðruví­si. Viðlagið passaði svo engan veginn inn í­ þessa lagasmí­ð. Amman með trommuna var hins vegar afskaplega sæt. Ég hefði gefið 2

Lettland: Tveir sætir strákar sem minntu á Backstreet Boys, Westlife, Five, Blue og hvað þetta heitir nú allt saman. Þetta hefur verið reynt oft áður og aldrei virkað. Voðalega sætt en algerlega innihaldslaust og hugmyndasnautt. Ég hefði gefið 0

Mónakó: Alger Eurovisondraumur. Voðalega falleg söngkona með fallegt og stórt lag á frönsku. Mjög svona retró og skemmtilegt. Ég hefði gefið 4

ísrael: Flott svið, flott söngkona, flottur kjóll (og brjóst), flottar bakraddir, ömurlegt lag. Ég hefði gefið 1

Hví­ta-Rússland: Þetta var nú í­ fyrsta sinn sem ég heyri þetta lag almennilega og það skánaði ekkert við það. Svona frammistöðu á maður kannski von á að sjá á kareókí­kvöldi í­ Glæsibæ eða Idol-keppninni en ekki í­ Eurovision. Bakraddagellurnar voru svolí­tið svona pálóskarí­skar í­ þessum leðurkorselettum. Ég hefði gefið 1

Holland: Fyrsta þjóðin með sæmilegt lag. Mér fannst það samt ekki virka eins í­ ví­deóinu og þegar maður hefur bara hljóðið (þá ber það mun meir af hinum). Held að söngkonan dragi þetta svolí­tið niður. útgeislunin er lí­til, hreyfingar á sviði nánast engar. Og þegar það fylgdi sögunni að hún er Whitney Houston eftirherma þá fer svolí­till sjarmi af þessu. Samt með því­ skásta í­ kvöld. Ég hefði gefið 4

Það gera samtals 18 stig frá mér fyrir kvöldið. Ég er lí­ka á því­ að þessi lög séu lélegri en þau sem eru í­ seinni hluta keppninnar. Þar er ég gersamlega ósammála finnska gaurnum sem taldi keppnina byrja vel. Hann var lí­ka ánægður með finnska lagið og þar er ég lí­ka gersamlega ósammála honum. Svo er ég mjög ósáttur við að Eirí­kur Hauksson sé þarna sem fulltrúi Íslands. Hefði ekki verið hægt að fá einhvern betri? Svo aðalskjokkið: Þau vinkuðu ekki bless í­ lokin! Bara kynnirinn! Mér finnst þetta allt saman samt benda til ansi skemmtilegrar og áhugaverðrar Eurovisonkeppni í­ ár. Þessir norrænu kynningarþættir eru alveg gráupplagðir til að búa til réttu stemminguna.