Formúlan í morgun var áhugaverð. Ég hef lengi haft lítið álit á kynninum því hann á það iðulega til að klúðra upplýsingum um það hvorn ökumanna liðsins er verið að sýna, hver sé á þjónustusvæðinu og jafnvel hefur hann ruglast á því hve margir hringir eru eftir af keppninni. Hins vegar vil ég segja að viðtalið hans við Mark Webber var mjög gott og ljóst að hann hefur ákaflega gott vald á enskri tungu. Að því sögðu virðist tímatakan staðfesta það sem undanfarnar keppnir (já í fleirtölu) hafa leitt í ljós, þ.e. að keppnin muni vera á milli MacLaren og Renault annars vegar um titilinn og milli Toyota og Williams um 3. sætið. Þá milli Raikkonen og Alonso um hvor þeirra verði heimsmeistari. Ég er alveg viss um að Ferrari á ekki eftir að blanda sér í þá keppni.
Þá að Eurovision. Eins og ég sagði í gær þá er ég ekkert voða vonsvikinn yfir að Ísland hafi ekki komist áfram þó ég ætti frekar von á því. í Fréttablaðinu í dag eru Íslendingar hvattir til að kjósa Norðmenn og Dani þó svo að gefið sé í skyn að stigagjöf Austur-Evrópuþjóða hver til annarrar sé óeðlileg. Formúlukynnirinn vonaðist líka til betra gengis Norðurlandanna í Formúlunni en Eurovision þegar Raikkonen náði að verða fremstur og gleymdi þannig augsýnilega að Danmörk, Noregur og Svíþjóð eru með í úrslitakeppninni.
Þá ætla ég að spá fyrir um hvaða þjóðir verði í fimm efstu sætunum. Þrátt fyrir miklar væntingar Íslendinga til Norðmanna efast ég um að þeir eigi eftir að ná að verða meðal fimm efstu. Önnur þjóð sem nýtur hylli hér á landi er Moldavía og þeir eiga jafnvel eftir að sigla langt á húmornum en ég tel fráleitt að þeir vinni. Sigurstranglegustu þjóðirnar eru Króatía, Ungverjaland og Grikkland en ekki Sviss. Til þess eru þær of vestrænar stelpurnar. Þá er möguleiki á að Spánn komist langt og Malta þó bæði þessi lög séu þrælstolin. Þá held ég að Rúmenía og Albanía eigi eftir að koma okkur Íslendingum talsvert á óvart. Vænlegar þjóðir í topp fimm eru því: Króatía, Ungverjaland, Grikkland, Moldavía, Spánn, Malta, Rúmenía og Albanía. Þetta eru átta lönd svo ég verð að útiloka einhver þeirra. Byrjum á Möltu …. svo Spáni …. og að lokum skulum við fjarlægja …. Albaníu (segjum að þeir verði númer 6). Þá er að raða hinum þjóðunum í fimm efstu sætin:
í fimmta sæti lendir …. Moldavía!
í fjórða sæti lendir …. Rúmenía!
í þriðja sæti verður …. Króatía!
Þá eru annað og fyrsta sætið eftir. Grikkland eða Ungverjaland. Ég held að ………………….
………………………….
………………………………..
………………………………………
………………………………………………
…………………………. Ungverjaland vinni!
Sem sagt:
1. Ungverjaland
2. Grikkland
3. Króatía
4. Rúmenía
5. Moldavía
Svo verður gaman að sjá hvort þessi spá rætist. Gleðilegt Eurovison.