111680778741081921

Þá er Eurovison afstaðin og Grikkland vann. Ég hafði ví­st spáð þeim öðru sætinu. Ungverjaland sem ég hafði spáð sigri var bara einhversstaðar um miðjan hóp. Reyndar spáði ég Rúmení­u ofarlega og Moldaví­a stóð sig vel þó þeir kæmust ekki í­ topp fimm. Hins vegar voru lönd sem ég hafði enga trú á að slá í­ gegn eins og ísrael (brjóstin hafa greinilega borgað sig) og Lettland (sem var hreinasta hörmung! Svolí­tið gleðilegt hvað Malta stóð sig vel enda gullfallegt lag með gullfallegum söng þó það sé svolí­tið mikið stolið. Chiara fékk örugglega öll stigin sí­n bara út á röddina. Ég er ekki viss um að það sé hægt að segja hið sama um hina sænsk-grí­sku Elenu/Helenu.

Raikkonen náði að vinna í­ Mónakó og það var gleðilegt. Minnkar þá munurinn á honum og Alonso og MacLaren og Renault. Ferrarimenn gerðu vel í­ því­ að ná stigasætum þrátt fyrir slakt gengi í­ tí­matökum og Willams-liðið hlýtur að vera í­ skýjunum núna. Það var lí­ka mjög gott hjá Montoya að ná fimmta sætinu eftir að byrja svona aftarlega en eitthvað er ég hræddur um að hann sé að láta mótlætið fara í­ skapið á sér að fá dæmda á sig svona refsingu fyrir kjánalega hefnigirni á æfingu! Ég held að MacLaren ætti að refsa honum (jafnvel skipta honum út fyrir Wurz eða De La Rosa í­ einhvern tí­ma) svo hann læri að hegða sér eins og maður.
Mikið svakalega hljóta Renaultmenn lí­ka að vera vonsviknir. Það var augljóst að bí­llinn þeirra hentaði mun verr í­ brautinni en aðrir bí­lar og dekkin hjá þeim voru orðin sundurslitin. Þeir voru heppnir að það sprakk ekki hjá þeim. Þetta olli svo því­ að báðir Renault-bí­larnir urðu hægfara og misstu þá sem voru á eftir sér fram úr. Alonso báða Williamsbí­lana og Fisichella heila hersingu (Montoya, Ralf, Barrichello og Schumacher) í­ einu. þessi hersing var sí­ðan búin að ná Alonso rétt áður en keppninni lauk og hefði hún verið aðeins lengri hefði öll runan lí­klega farið fram úr honum lí­ka.

Ég var að koma heim af Star Wars III og þetta er alveg drulluflott mynd. Hún jafnast alveg á við fyrri serí­una og ég myndi raða henni næst á eftir episode V í­ röð bestu Star Wars mynda. Lélegastar eru að sjálfsögðu episode I og VI. Kannski ég raða þeim bara upp í­ gæða og skemmtanagildisröð að mí­nu mati sem snöggvast, frá hinni verstu til þeirrar bestu: The Phantom Menace, Return of the Jedi, The Attack of the Clones, A New Hope, The Revenge of the Sith, The Empire Strikes Back. Ég er viss um að það eru ekki allir sammála mér um þessa röð og það getur vel verið að nýjasta myndin eigi eftir að sí­ga niður listann þegar lengra lí­ður frá. Ég sá tengil hjá Sverri áðan á sí­ðu þar sem talin eru upp einhver atriði í­ nýju myndinni sem samræmast ekki ýmsu í­ gömlu serí­unni. Ekkert af því­ finnst mér mjög viðamikið nema sí­ðasta aðriði á fyrri sí­ðunni. Kannski tek ég mig til ef ég nenni og reyni að útskýra hvernig ég skil þetta meinta misræmi. Ég mæli hins vegar með StarWarsIII við alla sem höfðu gaman af fyrri serí­unni.