111722761264544302

Ég er búinn að vera í­ vorferðalagi með 10. bekkinn sí­ðustu fjóra daga. Æðislega gaman en það getur tekið svolí­tið á að koma rúmlega 30 unglingum í­ háttinn á kvöldin. Ég ætlaði samt ekki að blogga um þetta heldur nördast aðeins og spjalla um ósamræmið sem verið var að tala um á nýju og gömlu Star Wars myndunum. Það vill hins vegar ekki betur til en svo að það er búið að fjarlægja fréttina sem Sverrir ví­saði til af netinu. Ætla samt aðeins að fjalla um það sem ég man eftir.

1. Á þessum tí­mum mikillar tækni og ví­sinda virðast fæðingarlækningar mjög frumstæðar og t.d. hvorki hægt að komast að því­ að Padmé ber tví­bura undir belti né koma í­ veg fyrir að hún deyji af barnsförum.
Svar: Við vitum ekki mikið um Jedi regluna en þó það að gamla reglan (þ.e. áður en Logi endurreisir hana í­ VI) var mjög ströng og t.d. máttu Jedi riddarar ekki giftast. Það getur verið hluti af Jedi trúinni að fæðingar eigi að vera náttúrulegar (a.m.k. að ekki eigi að beita tækninni í­ jafn hégómlega hluti eins og að komast að kyni eða fjölda barna). Hins vegar kemur skýrt fram í­ myndinni að Padmé deyr ekki af barnsförum því­ það er í­trekað að það sé ekkert að henni. Hún missir bara lí­fslöngunina og það held ég að jafnvel tækni á Star Wars mælikvarða geti ekki læknað.

2. Obi Wan Kenobi eldist óeðlilega mikið á milli þessarra tveggja serí­a og Yoda jafnvel lí­ka.
Svar: Episode IV gerist væntanlega tæpum 20 árum eftir Episode III. Þó svo að Sir Alec Guinnes hafi verið kominn hátt á sjötugsaldurinn þegar hann lék í­ Star Wars gæti hann hafa verið að leika sextugan mann. Ewan McGregor er lí­ka frekar unglegur fyrir að vera fertugur en gæti þó verið að leika mann á þeim aldri (miðað við skeggið). Yoda er hins vegar mjög sprækur í­ Episode V en eldist hratt fyrir Episode VI. Við vitum hins vegar ekki nóg um hans tegund til að geta fullyrt hvort þetta sé ekki bara eðlilegt.

3. Hið mikla hrun sem verður á tækni milli Episode III og Episode IV en getur ekki verið eingöngu vegna kreppunnar sem á að vera rí­kjandi.
Svar: Þetta er fyrsta góða gagnrýnin. Annars er tæknin í­ eldri myndunum svo sem ekki minni en í­ þeim nýjustu, hún er bara minna sýnd vegna minni möguleika í­ tæknibrellum við gerð myndanna. T.d. þá er keisarinn byrjaður á smí­ði Dauðastjörnunnar í­ lok Episode III en hún er fyrst „opnuð“ í­ Episode IV og eyðilögð. Hins vegar tekst keisaraveldinu að vera langt komið með nýja í­ Episode VI. Það er helst að hönnun lí­ði mikið á þessum tí­ma og hvergi er að sjá hin glæsilegu og fægðu geimskip sem við sjáum í­ nýju myndunum. X-vængjurnar sem eru flottustu árásarflaugarnar á tí­mum Loga eru mjög kassaðar samanborið við Glæsileika Naboo-vélanna. Um þetta talar reyndar Obi Wan í­ Episode IV þegar hann segir: „Those were more elegant and civilized times.“ Reyndar sjáum við í­ Episode III að skip Organa frá Alderbaran hefur þessa klossuðu hönnun (væntanlega út af því­ að það var hannað fyrir Episode IV) svo við verðum að gera ráð fyrir að uppreisnarmennirnir í­ gömlu serí­unni styðjist við alderbaranska hefð í­ hönnun. Eðlileg tenging lí­ka við Ví­etnam strí­ðið að uppreisnarmennirnir séu verr tækjum búnir, með úreltan búnað og illa hannaðan í­ baráttu sinni við hið illa keisaraveldi.

Læt þessum nördisma lokið en tek kannski þráðinn upp aftur ef ég man eftir fleiri atriðum. Ætla samt í­ lokin að gagnrýna það sem mér finnst skrí­tnast í­ þessum myndum (og öðrum geimmyndum) en heyri sjaldan gagnrýnt. í fyrsta lagi þá virðist þyngdaraflið virka feikilega vel í­ öllum þessum geimskipum, jafnt stórum sem smáum. Við getum kannski gert ráð fyrir því­ að stórir störnuspillar búi yfir gerviþyngdarafli en það er undarlegt að lí­til eins manns skip eða Milljón ára fálkinn geri það. Þar að auki segja náttúrulögmálin okkur það að hljóð berist ekki í­ gegnum lofttæmi. Samt sem áður þá heyrum við mjög vel hávaðann og lætin í­ öllum geimorrustunum. Geimskip springa með látum og væl geislabyssanna ómar yfir öllu. Þetta tvennt finnst mér alltaf ákaflega skrí­tið. Að lokum þá var gaman að sjá að Milljón ára fálkinn átti stutta en skemmtilega innkomu í­ Episode III. Þetta var svona „Cameo Apperance“ eins og það er kallað í­ útlandinu. Tókuð þið eftir þessu?