111738523977862930

Formúlan um helgina veldur mér blendnum tilfinningum. Mér þótti leitt að sjá Raikkonen falla úr leik á sí­ðasta hring og ég verð að segja að Montoya veldur mér vonbrigðum. Á hinn bóginn þá hefði sigur Raikkonen undirstrikað yfirburði MacLaren og minnkað spennuna í­ mótinu. Það er ljóst að hann og Alonso eiga eftir að berjast um titilinn þó Renault virðist hafa látið deigan sí­ga að vissu leyti. Williams stóð sig lí­ka vel en ég held samt að þeir blandi sér ekki í­ titilbaráttuna. Ferrari er að sama skapi á uppleið en bæði er það of seint fyrir þá og einnig hafa Williams, Renault, MacLaren og jafnvel Toyota of mikið forskot á þá. Toyota gekk reyndar hörmulega um helgina og BAR einnig. Mér fannst gaman að sjá hvað Coulthard er að gera góða hluti með Red-Bull. Ég á fastlega von á að Raikkonen vinni næsta mót og önnur mót þegar hann gerir ekki mistök eða bí­llinn klikkar. Önnur mót mun Alonso vinna og það verður bara spennandi að sjá hvor hefur betur. Gallinn er bara sá að þegar Raikkonen vinnur þá tekur Alonso 2. sætið en þegar Alonso vinnur er það vegna þess að Raikkonen hefur fallið úr leik og fær þ.a.l. engin stig. Miðað við þetta þá er lí­klegra að Alonso vinni.