Stórfrétt í fréttatímanum áðan að nýi páfinn hefur nákvæmlega sömu fordóma og sá gamli!
Núna eru tveir dagar eftir af skólanum og ég er að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera af mér í sumarfríinu. Er að pæla í að útbúa eitthvað námsefni fyrir 7. bekkinn sem ég á að fara að kenna. Skömm hvað það er til lítið af markvissu námsefni fyrir þetta aldursstig.
Gulla er á starfsmannafundi núna og í kvöld er hún að fara í saumaklúbb svo það lítur út fyrir að ég sé bara einstæður faðir í dag. í tilefni af því ákvað ég að nenna ekki að elda kálbögglana sem ég hafði ætlað að gera heldur steikti brauð, beikon og egg. Það finnst strákunum fyrirmyndarmatur og mér reyndar líka.
Ég heyrði því fleygt að einhverjir hægri menn í Reykjavík vilji fá Kristján Þór suður til að leiða D-listann í næstu borgarstjórnarkosningum. Verði þeim að góðu!
Ég var Litla Ljót í skólanum í dag. Það var bara nokkuð gaman.