Formúlan í dag var mjög undarleg. Kynnafíflið var alveg brjálaður yfir að allir ökumenn á Michelin hættu keppni strax í upphitunarhring en Rúnari Jónssyni tókst að tala vit í hann meðan á keppninni stóð (heitir hann ekki annars örugglega Rúnar Jónsson?). Sjálfum finnst mér að allir sem þarna komu að máli hafi tekið rétta ákvörðun. Það var rétt hjá þeim liðum sem keppa á Michelin að hætta keppni ef það er rétt að dekkin hafi verið stórgölluð og þ.a.l. stórhættuleg. Það var líka rétt hjá Ferrari að vera stífir á því að færið væri að öllum reglum og ekki leyft að Michelin-liðin fengju ný dekk. Við skulum muna að öll stig skipta máli á tímabilinu og þarna gátu Ferrarimenn gulltryggt sér 1. og 2. sætið og auðvitað gerðu þeir það. Annað hefði verið fáránlegt. Eins er fullkomlega skiljanlegt að Jordan og Minardi skyldu keppa til enda enda ekki á hverjum degi sem þessum liðum bjóðast nánast pottþétt stig. Þeir einu sem koma illa út úr þessu að mínu mati er Michelin dekkjaframleiðandinn sem augsýnilega hefur gert grafalvarleg mistök fyrir þessa keppni.