Ef Bloggerinn neitar líka að birta þessa færslu þá er mér öllum lokið og …
Sirkus er ný sjónvarpsstöð og ég verð að viðurkenna að ég hef gaman af henni. Mér finnst nefnilega Seinfeld skemmtilegur, Vinir ánægjulegir og Guðmundur Steingríms sniðugur. Að vísu voru þessir Kvöldþættir skelfilegir til að byrja með, en þeir fara ört skánandi. David Letterman er meira að segja nett glúrinn stundum. Það eina leiðinlega í þessu er að móttökuskilyrðin á þessari sjónvarpsstöð hérna hjá mér eru afspyrnu slök og mun verri eftir að ég fékk ADSL-sjónvarpið frá Símanum. Það er eins og „undratækið“ (eins og Kári kallar það) trufli þegar lélega loftnetstengingu. Á móti kemur að allar sjónvarpsstöðvarnar þar eru náttúrulega afar skarpar og ég er búinn að hanga yfir Discovery og BBCPrime síðustu daga. Enda hef ég lítið gaman af góðu veðri miðað við sjónvarpið.