112308791238931245

Núna erum við búin að skipta úr Internet Explorer yfir í­ Mozilla Firefox. Ég er ekki alveg viss út af hverju en eitthvað voru öryggisstillingarnar í­ Explorernum að böggast út í­ nýja ADSL-sjónvarpið og neitaði hann að fara á netið en bara á svæðinu hennar Gullu. Þetta vandamál er úr sögunni núna, en e.t.v. er það lí­ka úr sögunni í­ Explorernum eftir að Jói mágur útskýrði fyrir Gullu hvernig hún ætti að breyta þessum stillingum. Hins vegar hef ég innbyggða andúð á Microsoft svo ég er bara mjög ánægður með þessi skipti. Næst er bara að skipta Windowsinu út fyrir Linux og þá erum við í­ góðum málum. Ég get hvort sem er ekki spilað Civilization eftir að við fengum nýja skjáinn. Ég er viss um að þetta er bara eitthvert stillingaratriði en skjárinn slekkur alltaf á sér þegar tölvan fer að breyta skjástillingunum fyrir leikinn og það hefur hingað til reynst mér ómögulegt að kveikja á honum aftur nema með því­ að endurræsa tölvuna.

Annað bögg er að flautan á bí­lnum fór á full blast kl. 4 í­ nótt vegna rigningarinnar sem er búin að vera en rafkerfið í­ bí­lnum fer allt til fjandans þegar það verður of rakt. Hann var orðinn þurr upp úr hádegi og hægt að nota hann aftur, hins vegar þurfti Gulla að taka leigubí­l í­ vinnuna í­ morgun. Það er margoft búið að fara með bí­linn á verkstæði til að láta laga þetta en ekkert gengið. Það eina sem virkar er að taka rafmagnið úr sambandi og bí­ða eftir að hann þorni. Svo þarf ég lí­ka að láta stilla ljósin svo ég geti farið með hann í­ skoðun. Ég er að vona að þetta sí­likonkúplingardæmi sé ekki eithvað sem kemur til með að valda vandamálum þar.